Óvænt úrslit

 Ég átti ekki von á að þessi breyting yrði samþykkt, hvað þá með svona miklum meirihluta.  Írar eru íhaldssamir að eðlisfari og Kaþólska kirkjan hefur átt þar sterk ítök. Ég þori ekki að fara með það en ég held að Írland sé líka fyrsta landið til að breyta stjórnarskrá til að viðurkenna hjónabönd samkynhneigðra.  Það þýðir að það þyrfti væntanlega stjórnarskrárbreytingu til að nema það úr gildi, svo það eru meiri líkur á að þetta verði til frambúðar.  

Hér í Bandaríkjunum hafa menn verið hálfpartinn að fikta við þetta en það er öruggt að það ætti langt í land með að festa þessi réttindi samkynhneigðra í stjórnarskrá.  Í sumum ríkjum á samkynhneigt sambýlisfólk nánast engin réttindi, sem jafnvel venjuleg pör eiga, t.d. að heimsækja sambýlisfélaga á sjúkrahús eða fá upplýsingar um líðan viðkomandi.  Þannig var það í Texas til skamms tíma en ég held það hafi aðeins losnað um þetta þar.  


mbl.is Samþykkja hjónaband samkynhneigðra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Heldur þú að þetta hafi verið löglegar kosningar?

Þarna var allskyns fólk á fullri ferð í stórum sal.

Er einhver sem að fylgist með því að allt stemmi?

Jón Þórhallsson, 23.5.2015 kl. 19:02

2 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Jón,

Ég hef ekki heyrt af að Írar séu sérlega þekktir að því að falsa kosningar, svo já, ég held þetta hafi verið löglegar kosningar.

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 23.5.2015 kl. 19:26

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Gott hjá Írum! Kom nokkuð á óvart, en sýnir að þeir sem hafa verið öllum kaþólikkum kaþólskari, eru þegar allt kemur til alls mun frjálslyndari en sjálfskipaðir talsmenn íslenskra kaþólikka.

Jón Þórhallsson, fylgist ekki Guð almáttugur með öllu? Hann gerir væntanlega athugasemd, sé niðurstaðan honum ekki að skapi? En það er engin hætta á því að hann geri það. Hann skapaði jú samkynhneigða í sinni mynd.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.5.2015 kl. 20:27

4 Smámynd: Jón Þórhallsson

"GUÐ skapaði ekki samkynhneygð en hann gaf fólki frjálsan vilja:

"GUÐ" gaf fólkinu  veganesti út í lífið alveg eins og með boðorðin 10.

Fólk hefur valmöguleika hvort að það vilji vera Guðs-megin eða hinum-megin: 

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/1678435/

Burt séð frá frá einhverjum kosningum dauðlegra manna.

Jón Þórhallsson, 23.5.2015 kl. 21:54

5 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ef að "GUÐ" hefði skapað samkynhneigð; að þá væri væntanlega ekkert líf á jörðinni, skilur fólk þetta ekki? 

Jón Þórhallsson, 23.5.2015 kl. 22:22

6 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Þvílík dásemdar rök.

Voru síðustu alþingiskosningar nokkuð löglegar? Þar voru jú allskonar furðufuglar sem kusu, bara trúðar í framboði, og fullt af fólki sem sá atkvæðin og gat auðvleldlega falsað þau!
Eriggílæjigæji?

"Ef að "GUÐ" hefði skapað samkynhneigð; að þá væri væntanlega ekkert líf á jörðinni, skilur fólk þetta ekki?"

Guð á að hafa skapað konuna, ekki satt? Eru allir konur?
Guð á að hafa skapað karlinn. Eru allir karlar?
Guð á að hafa skapað sjúkdóma. Eru allir dauðir?

Ég get haldið áfram, Jón Þórhallsson. Hversu langur þarf þessi listi að vera áður en þú skilur að þessi falsrök eru fáránleg?

Heldur þú ekki, að ef að þessi skeggjaði sérvitringur sé í raun og veru til, að hann vilji að sköpun hans njóti jafnra réttinda? 
Er þú virkilega svo forpokaður að halda að einhverjir trúarkreddur á við kristni hafi einkarétt á hjónabandi? Svei mér þá.

Komdu með annan.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 23.5.2015 kl. 23:18

7 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Jón,

Ég ætla mér ekki að ræða trúmál hér, hvorki við þig né aðra, enda koma þau þessu nákvæmlega ekkert við.  Ef þú vilt ræða trúmál þá vinsamlega gerðu það einhversstaðar annarsstaðar:)

Kveðja

Arnór Baldvinsson, 24.5.2015 kl. 00:06

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæll Arnór,Það ætla ég að virða,hef enga löngun til annars.- - Ég var að glugga í nokkurra ára gömlu bloggi mínu,þar sem þú að mér fagnandi útdeilir fróðleik um Drómasýki:Á þeim tíma var talið að sprautur gegn"flensum"gætu sýkt manneskjur af þessari svefnsýki,sem er víst ólæknandi.Nú leyfi ég lækni mínum að ráða hvort ég fæ þessar sprautur,því hvað er betra en að sofa,ef "dagsverkinu" er lokið.En þakka fyrir innlitið ,forðum.    

Helga Kristjánsdóttir, 24.5.2015 kl. 03:21

9 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæl Helga,

Ekki man ég nú eftir þessu, en rámar í að hafa lesið um rannsóknir sem tengdu drómasýki við HPV bólusetningar, m.a. í Finlandi.  

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 24.5.2015 kl. 18:23

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband