Uppgjör í uppnámi

Var ekki hægt að bíða með þetta þar til þessar nefndir höfðu gengið frá samningum við kröfuhafana?  Það er eins og allt sé gert vitlaust í þessum málum.  Skv. fréttum átti að vera búið að ganga fram þessum uppgjörum þann 14. ágúst eða eftir 11 daga.  Hverju munaði um hvort þessir menn hefðu starfað fram að þeim tíma?  Að mínu mati var þörf manna frá gömlu bönkunum í skilanefndirnar til að greiða aðgang og auðvelda þá vinnu sem skilanefndirnar stóðu frammi fyrir.  Að segja þessum mönnum að taka pokann sinn þegar mest á ríður að ganga fram samningum við kröfuhafa er afskaplega klaufalegt og sýnir að Fjármálaeftirlitið er ekki í takt við raunveruleikann. 

Svo vitnað sé í ruv.is:  "Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að í flóknu uppgjöri við kröfuhafa Landsbankans hafi allt farið uppí loft á föstudag. Fyrir var ágreiningur um mat á eignum og hvernig ganga eigi frá uppgjöri milli gamla og nýja bankans. Ekki hafi bætt úr skák þegar  tveimur af fjórum skilanefndarmönnum hafi verið vikið frá, fyrirvaralaust. Kröfuhafarnir hafi einfaldlega staðið upp frá borðum í fússi og haft í hótunum um málaferli og glæparannsóknir. "

Kannski er þetta bara gott ef þetta verður til þess að erlendir rannsóknaraðilar fá áhuga á þessu máli og hefja sjálfstæðar glæparannsóknir!

Kveðja,


mbl.is Mannanna ekki lengur þörf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Þór Strand

Kannski var þetta "damage control"? spyr sá sem ekki veit.

Einar Þór Strand, 3.8.2009 kl. 16:20

2 Smámynd: Guðrún Katrín Árnadóttir

Óháðir aðilar hefðu átt að koma að þessu máli stax í upphafi. Annað er ekki trúverðugt. Ástandið að íslandi er bara einfaldlega þannig að allt traust er fyrir bý hjá hinum almenna borgara. Þannig er það bara.

Guðrún Katrín Árnadóttir, 3.8.2009 kl. 16:46

3 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Ég er sammála því Guðrún, en mér finnst líka eðlilegt að einhverjir starfsmenn gömlu bankanna hefðu verið nefndunum til ráðgjafar.  Spunring hvort það var þörf á þeim beinlínis í skilanefndunum.  En að koma þessu flókna samingaferli í uppnám á síðustu metrunum er mér illskiljanlegt.  Persónulega held ég að það hefði verið farsælla að fá erlenda menn í þessar nefndir - getur nokkur aðili á Íslandi verið óháður eftir það sem á undan er gengið? 

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 3.8.2009 kl. 16:54

4 Smámynd: Einar Þór Strand

Arnór kannski var verið að semja okkur í óhag.

Einar Þór Strand, 3.8.2009 kl. 17:03

5 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Það er ekki gott að segja Einar! 

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 3.8.2009 kl. 17:15

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"haft í hótunum um málaferli og glæparannsóknir"

Er það ekki hið besta mál? Kominn að glæpir bankanna verði rannsakaðir sem slíkir!

Guðmundur Ásgeirsson, 4.8.2009 kl. 01:24

7 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Guðmundur,

Ég er alls ekkert frá því að það sé bara af hinu góða!  Mér hefur alltaf fundist þetta bankahrun vera gert að of miklu pólitísku máli því að mínum dómi ætti að fara með þetta sem hreint og klárt sakamál!  Auðvitað spilar pólitík inní þetta dæmi, en þetta mál allt er svo langt fyrir utan alla heilbrigða skynsemi að það hlýtur að liggja beinast við að meðhöndla þetta allt sem eitt risavaxið sakamál.  Spurningin er svo hvort íslenskt réttarfar ræður við þetta og ég læt spurningum um getu íslensks réttarfars ósvarað, en enn sem komið er hefur ekki farið mikið fyrir þeirri getu, þó það verði að hafa í huga að þetta gæti verið eitt stærsta sakamál heimssögunnar!

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 4.8.2009 kl. 02:12

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband