Siðferðisbrestur

Ég verð að viðurkenna að ég stend agndofa í svona máli.  Prestur faðmar ungling og allt verður vitlaust.  Eru íslendingar orðnir svo siðferðiskertir upp til hópa að nálægð fólks sé talin glæpur?  Ég man eftir þegar allt ætlaði vitlaust að verða út af séra Ólafi Skúlasyni útaf svipuðum atburðum.  Ég kynntist séra Ólafi lítilsháttar við mjög erfiðar aðstæður fyrir tæpum 30 árum þegar tveir bræður mínir létust af slysförum með 6 vikna millibili og amma okkar lést daginn sem eldri bróðir minn var kistulagður.  Ég man enn vel eftir styrkum handaböndum og faðmlögum séra Ólafs, raunsæjum huggunarorðum og hlýju viðmóti á þessum ömurlegu tímum.  Ég þekki séra Gunnar ekki neitt og hef aldrei haft samskipti við hann.  En ég hef þekkt aðra presta svo sem séra Davíð Baldursson sem jarðsetti foreldra mína.  Þar mætti ég svipuðu viðmóti og hlýju og hjá séra Ólafi.  ÉG hef lært að meta þeirra starf mikils, þó ég sé ekki sérlega trúaður maður. 

Kveðja frá Port Angeles,

 


mbl.is Siðferðisbrot en ekki agabrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við erum að tala um að nokkrum stúlkum fannst presturinn vera að ganga á sig...

Ef dóttir þín kæmi heim og segði þér að presturinn væri að þukla þær og kyssa... værir þú bara sáttur vegna þess að prestur tók vel í höndina á þér og sýndi samúð?

DoctorE (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 20:49

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Maður er algjörlega sammála þessu hjá þér Arnór/ Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 7.9.2009 kl. 22:26

3 Smámynd: Arnór Baldvinsson

DoctorE:

Venjulega svara ég ekki kommentum frá nafnlausum aðilum.  Eftir því sem greint er frá þá faðmaði presturinn aðra stúlkuna og strauk henni um bakið.  Dóttir mín fær faðmlag og bakstroku frá presti nánast hverja einustu helgi!  Það má vel vera að þessi frétt sé ekki sérlega skilmerkileg um þetta mál, en þar sem ég bý erlendis hef ég ekki fylgst mikið með þessu.  En hér virðist svo vera sem að þetta mál geti ekki verið sent til dómstóla, væntanlega vegna þess að það var ekkert ólöglegt athæfi framið.  Það má vel vera að hér sé um mun verra mál að ræða en kom fram í fréttinni.  Ég er langt því frá að bera í bætifláka fyrir barnaníð, en það er langur vegur í mínum huga frá faðmlagi til barnaníðs. 

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 7.9.2009 kl. 23:04

4 identicon

Arnór,

ég mæli með því að þú kynnir þér málið áður en þú heldur því fram að þetta hafi verið saklaus faðmlög - faðmlög er ekki endilega það sem er saknæmt og siðlaust hér, heldur atburðarrásin í heild sinni.

http://www.domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=S200800538&Domur=4&type=1&Serial=1 

Elín (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 09:07

5 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæl Elín,

Góð ábending, en ég bendi á að í dómsorði segir "Ákærði er sýkn af kröfum ákæruvalds í máli þessu. "  Ég vil einnig benda á að leit í dómaskrá er erfið þegar nöfn eru ekki skráð.  Ég hef svolitla þekkingu og reynslu af svona málum og þau er afskaplega erfið á báða bóga hvort sem um er að ræða sekt eða sýknu.  Hér í Bandaríkjunum er öfgarnar slíkar, a.m.k. í suðurríkjunum að mér var alveg meinilla við ef ég þurfti að sækja dóttur mína í skólann.  Framkoma við karlmenn sem hættu sér inn á skólalóðir var þannig að maður þakkaði sínum sæla fyrir að vera ekki skotinn á staðnum!  Hér á norð-vestur horninu eru menn talsvert afslappaðri:)  Vera má að þetta liti afstöðu mína svolítið.

Kveðja frá Port Angeles,

Arnór Baldvinsson, 8.9.2009 kl. 13:15

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband