Stórhættulegt frelsi

Það virðist sem að þingmenn á hægri vængnum séu óstjórnlega hræddir við konubrjóst.  Að maður tali nú ekki um geirvörtur, sem mætti halda að væru verkfæri djöfulsins, enda um það bil það eina, sem alls ekki má sjást á almannafæri hér í Bandaríkjunum.

Þetta rugl gengur svo langt að samfélagsmiðlar eins og Facebook, Instagram, Twitter og fleiri, sem leyfa myndbirtingu þurfa að hafa þúsundir fólks í fullri vinnu til að finna geirvörtur og stoppa viðkomandi áður en stórhætta skapast.  Eins hafa myndir af listaverkum orðið fyrir barðinu á geirvörtulöggunni og orðið að lúta í lægra haldið gegn "frelsi" löggjafans.

Auðvitað er þetta allt byggt á einhverju trúarrugli og ofstækismenn berja Biblíuna í takt, sem einhverskonar röksemd fyrir allskonar boðum og bönnum, sem eiga lítið erindi í nútíma þjóðfélag.

Breytingar ganga hægt og vafalaust breytist þetta viðhorf einhverntíma, en það er alltaf jafn hlægilegt að sjá "fullorðna menn" verða skíthrædda ef þeir sjá konubrjóst!

 

Kveðja að westan!


mbl.is Löglegt að gefa brjóst alls staðar í Bandaríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kostnaður viðskiptastríðsins

Þetta er kostnaður viðskiptastríðs Bandaríkjanna.  Einfeldningar töldu að Kína og önnur ríki, myndu bara lúffa með það sama og Trump yrði krýndur kóngur, en svo fór ekki.  Kostnaðurinn við vitleysuna lendir á skattborgurum og Bandarískum fyrirtækjum.  Þetta vissu allir, sem vita vildu.  En auðvitað er þetta ekki tollaárás Bandaríkjanna að kenna, heldur vörn þeirra sem ráðist var á.  Þetta er bara byrjunin!

Kveðja að vestan.


mbl.is 12 milljarðar í stuðning til bænda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einfalt eða sáraeinfalt?

Það eru margar og misflóknar leiðir til að draga úr hraða.  Þar sem ég hef búið í Bandaríkjunum hefur lögreglan stundum hreinlega sest að á erfiðum köflum með radarmæla og hver einasti bíll, sem ekið er yfir hámarkshraða er stöðvaður og sektum beitt óspart.  Það kvisast fljótt út að stífar hraðamælingar séu í gangi og menn hægja á sér.  Í vesturhluta San Antonio í Texas er bæjarhluti, sem kallast Leon Valley.  Lögreglan þar sat um helstu göturnar og ef einhver var svo mikið sem hálfa mílu ofan við var viðkomandi stöðvaður og sektaður!  Hraðakstur þar var nánast óþekktur!


mbl.is Engar „sáraeinfaldar“ lausnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alnorrænn hryðjuverkamaður!

Anders Breivik framdi eitt mannskæðasta hryðjuverk sögunnar þegar hann myrti 77 manns á kaldann og yfirvegaðann hátt fyrir áratug.  Íhaldskommarnir hafa hljótt, því Breivik er átrúnaðgoð hatursmanna lengst til hægri og bæði norrænn og "kristinn".   Ég verð þó að setja trúna í gæsslappir því ég held að svona fyrirbæri beri ekki skynbragð á trú yfirleitt, hver svo sem hún er, né hafi vitsmuni til að skilja um hvað trú snýst.  Einu sinni hefði verið talað um verkfæri djöfulsins, en nú eru svona skoffín puntuð upp sem átrúnaðargoð haturs og hryðjuverkamanna.  Því miður eru alltof margir, sem skilja ekki hættuna við hatrið og á hverskonar glapstigu það leiðir okkur!

 


mbl.is Minntust fórnarlambanna 77
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband