Allir tapa

Það tapa allir á þessu viðskiptastríði og þeir sem mestu tapa eru Bandarískur almenningur og Bandarískur iðnaður.  Héðan frá Port Angeles eru fluttar milljónir trjábola á hverjum mánuði til úrvinnslu í Kína.  Þessi útflutningur er einn af grunnstoðum atvinnulífsins hér.  Ef hann dettur uppfyrir missa nokkur hundruð manns vinnuna.  Í 20 þúsund manna bæ, þá er það mikið mál að halda viðskiptum við Kína í góðu horfi. 

Þessi fíflalæti í kexinu í Hvíta húsinu eiga eftir að hafa mikil og neikvæð áhrif á efnahag Bandaríkjanna á komandi árum.  Kínverjar hafa þegar beint veigamiklum viðskiptum með landbúnaðarvörur frá Bandaríkjunum til Rússlands og annarra landa í Asíu og Evrópu.  

Kveðja,

 


mbl.is Viðskiptadeilan magnast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband