Billjón, ekki billjarður

Hef reyndar aldrei áður heyrt töluheitið billjarð, en skv. Wikipedia þá er þá þúsund milljón milljónir (http://is.wikipedia.org/wiki/Billjar%C3%B0ur) eða þúsund billjónir. 

Oft eru þessar tölur ruglingslegar því það eru tveir skalar, langur og stuttur.  Skv. langa skalanum samsvarar billjón milljón milljónum, en skv. þeim stutta samsvarar billjón þúsund milljónum.  Bandaríkin nota stutta skalan og því er töluheitin milljarður (milliard) og billjarður ekki notuð hér.  Billjón dollara hér er það sama og milljarður dollara á Íslandi.  Bretar svissuðu yfir í stutta skalann 1974 og tala nú sama "mál" og bandaríkjamenn þegar kemur að þessu. 

Skv. fréttum annarsstaðar frá er hér um að ræða verðmæti sem nema um billjón bandaríkjadollara eða trilljón bandaríkjadollara eins og við myndum segja hér í Bandaríkjunum.  Svo við höfum þetta í tölustöfum þá er billjón = 1.000.000.000.000 dollarar.

Hinsvegar eru margir sem sjá þessa frétt í svolítið öðru ljósi þar sem hún kemur frá varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna sem er ekkert sérstaklega þekkt fyrir jarðfræðikunnáttu og það hefur verið bent á að engar tölur eru til um hversu auðvelt væri að ná þessu úr jörðu og þar með ekkert í hendi um hvort nokkuð af þessu er vinnanlegt eða hagkvæmt.  Má t.d. nefna að talið er að á Norðursjávarsvæðinu séu 250 milljarða dollara verðmæti í gulli en enn sem komið er er engin tækni til sem gerir það hagkvæmt að vinna þetta gull.

Kveðja,

 


mbl.is Ofboðsleg verðmæti í jörðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég verð að viðurkenna að aldrei hef ég áður heyrt né lesið um billjarði né trilljarði. hins vegar þykist ég vita að milljón milljónir munu vera ein trilljón (Tera), á okkar mælikvarða.

annars er fréttamennska orðin svo léleg oft á tíðum að menn stunda „copy/paste“ blaðamennsku í gríð og erg og gleyma oft á tíðum að staðhæfa. svona eins og að þýða bandaríska billjón sem milljarð, eða bandaríska trilljón sem billjón.

maður bíður bara eftir þeirri frétt þar sem 50 mílur verða þýddar sem 50 kílómetrar.

Brjánn Guðjónsson, 15.6.2010 kl. 09:52

2 Smámynd: Þór Sigurðsson

Og svo tókst moggamönnum ofan á allt að ná upphæðinni samt vitlausri.

Hún er kynnt sem "One trillion dollars" í öllum helstu amerísku fréttaveitunum, en það er á langa skalanum (okkar) billjón dollara.

Kvadrilljón á stutta skalanum hefði orðið að Billjarði í þeim langa.

Þór Sigurðsson, 15.6.2010 kl. 10:33

3 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Þakka póstana:)  Það er stundum alveg ömurlegt að fylgjast með íslenskum fréttamönnum gersamlega slátra íslenskunni. 

Brjánn:  Á Íslandi er ein milljón milljón það sama og ein billjón.  Hér í Bandaríkjunum er ein milljón milljón það sama og trilljón vegna þess að á Íslandi er langi skalinn notaður en sá stutti hér og í Bretlandi.  Þetta vefst fyrir mörgum.  Íslenskur milljarður er það sama og amerísk billjón.  Íslensk billjón er það sama og amerísk trilljón.  Ofar í skalann kemst ég ekki<bg>!!!  Það er oft eins og þessum fréttum sé rennt í gegnum þýðingarvef eins og google og útkoman er alveg eftir því!

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 15.6.2010 kl. 18:04

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband