Einkapóstar ráðherra um opinber mál

"Það er svo önnur saga hvernig sá einkapóstur milli okkar félagsmálaráðherra er allt í einu kominn í blöðin" 

Ef þetta var einkapóstur milli ráðherra er aðeins tveimur aðilum til að dreifa til að leka þessum pósti:  Félagsmálaráðherra eða Fjármálaráðherra.  Um aðra er ekki að ræða. 

Það að opinber mál séu rædd og leyst í einkapóstum skýrir ansi mikið um stjórnarhætti á Íslandi, eða ætti maður að segja stjórnleysishætti á Íslandi?

Kveðja,


mbl.is Sakar Barnaverndarstofu um að leka póstunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bernharð Hjaltalín

Var ekki eyðilögð líf nokkurra ungligsstúlkna þarna, mér finnst að þurfa að huga að þeim,

tölfu pósturinn er auka atriði og spillingin er mikil hjá fjármálaráðherra af hverju hafði hann ekki samband við ríkislögmann áður en hann borgaði

Bernharð Hjaltalín, 22.11.2010 kl. 18:22

2 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Bernharð,

Því miður hef ég ekki hugmynd um þennan stað, hef aldrei heyrt minnst á hann, en ég hef búið erlendis síðustu 15 ár svo ég er úti á þekju um marga hluti;)

Mér finnst það ekki aukaatriði að ráðherrar semji um hluti sín á milli í einkapóstum án þess að viðkomandi aðilar sem eiga að sjá um þessi mál hafi þar umsögn, óháð því hvað er verið að semja um.  Þessi mál eiga að vera opin og gagnsæ en það verður ekki gert með því að ráðherrar séu í einkapóstum að ráðslaga um þessi mál.  Það átti að læða Icesave í gegn án þess að Alþingi fengi einu sinni að lesa samninginn á sínum tíma og þetta er bara meira af því sama.  Ég er alls ekki að gera lítið úr því sem þetta mál snýst um, heldur einfaldlega að benda á mjög vafasamt athæfi ráðherra í þessu samningsmáli.

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 22.11.2010 kl. 19:00

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Ég er sammála þér Arnór með þessa stjórnleysishætti...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 22.11.2010 kl. 19:42

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæl verið þið ég þekki þennan stað hann er í minni sveit, það sem ráðherrann gerði var nákvæmlega gömlu vinnubrögðin hygla sínum kjósendum með gjöfum og ekkert annað, því átti svo að leyna eins og alltaf þegar svoleiðis vinnubrögð eru viðhöfð! Hitt er svo annað mál að tapa svona vinnustað í litlu samfélagi er mjög slæmt því við megum ekki við miklu.

Sigurður Haraldsson, 22.11.2010 kl. 22:50

5 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Sigurður,

Ísland bara má ekki við svona vinnubrögðum!  Það er sorglegt að sjá þetta allt saman.

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 22.11.2010 kl. 23:13

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband