Sækjast sér um líkir

Það kemur mér ekkert sérstaklega á óvart að Palin styðji Trump og Cruz.  

Reyndar er Trump kominn í slíka stöðu að hann ræður hvort Repúblikanar hafa séns í forsetakosningunum eða ekki.  Ef hann klýfur sig út með sérframboði þá er ekki séns að frambjóðandi Repúblikana nái kjöri.  Ef hann klýfur sig ekki út, er líklegt að Trump sigri í forvalinu.  Hinsvegar hef ég trú á að fylgi hans muni dala fram að forsetakosningunum næsta haust.  Trump gerir hvað sem er fyrir athygli, eitthvað sem hefur komið honum áfram í skoðanakönnunum.  Hinsvegar er vaxandi hluti Repúblikana orðinn þreyttur á skvaldrinu í Trump og vill hann út úr dæminu.  Sem myndi næsta örugglega þýða að hann klýfur sig út í sérframboð.  Trump hefur því sett flokkinn og fylgismenn hans milli steins og sleggju og verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr þeirri barsmíð.  

Demókratar hafa sín vandamál með Hillary Clinton.  Hún er sterkur stjórnmálamaður en fer of mikið sínar eigin leiðir og er mjög umdeild.  Hinsvegar er hún langsterkasti frambjóðandi Demókrata, sem setur Demókrata í bobba.  Verði Hillary forseti verður það aðeins til þess að gjáin milli hægri og vinstri verður dýpri og klofningur þjóðarinnar meiri.  Ef svo verður er orðin alvarleg hætta á því að upp úr sjóði og það komi til vopnaðra átaka milli pólitískra fylkinga, sem getur aldrei endað öðruvísi en hörmulega fyrir þjóðina.

Kveðja,


mbl.is Sarah Palin ánægð með Trump og Cruz
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband