Bankar fullir af peningum

Í þessari frétt á RUV (http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item296131/) er fjallað um vanda bankanna til að finna trausta og góð lántakendur og þar er sagt meðal annars:

"Féð safnast fyrir í bönkunum sem hafa meðal annars brugðist við með því að lækka innlánsvexti." 

Lækkun innlánsvaxta er þá væntanlega til þess að draga úr innlánum.  En einhvern vegin finnst mér að ef það þarf að koma þess fé í útlán þá lægi beinast við að lækka útlánsvexti og þar með gera þetta fé aðgengilegt fyrirtækjum og einstaklingum sem gætu notað fjármagnið til uppbyggingar.  Lækkun útlánsvaxta myndi einnig draga úr greiðslubyrgði heimila og fyrirtækja sem eru að kikna undan lánum.   Í staðin bregðast bankarnir við með að reyna að minnka innstreymi fjár með því að lækka innlánsvexti.  Nú viðurkenni ég fúslega að ég er ófróður mjög um bankaviðskipti en mér finnst þetta einhvernvegin ekki passa saman.

Kveðja,

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband