14.1.2012 | 20:46
Hneppa HANN í varðhald
Blaðamanni verður heldur betur fótaskortur á íslenskunni í fyrstu málsgrein. Sögnin að hneppa einhvern í þessu tilfell tekur með sér þolfall ekki þágufall. Þetta á að vera "...áður en ákvörðun um að hneppa hann í varðhald var tekin."
Hin sögnin að hneppa einhverju tekur með sér þágufall og það væri t.d. rétt að segja "maðurinn hneppti jakkanum" ekki "jakkann" Hinsvegar þegar talað er um að hneppa einhvern í varðhald þá notum við þolfall:)
Kveðja,
![]() |
Skipstjórinn hnepptur í varðhald |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.1.2012 | 22:47
Gríðarlegar hækkanir?
Samkvæmt New York Stock Exchange þá var verð á olíu US$98,83 þann 30. desember - það hefur rambað aðeins upp fyrir $100 á tunnuna eftir áramótin aðallega vegna ótta við átök á Persaflóa. Skv. sömu upplýsingum var verðið $100,96 þann 2. desember, $98,99 þann 11. nóvember o.s. frv. Hækkun úr 904 dollurum í 988 dollara tonnið er hækkun upp á rétt rúm 9%
Mér sýnist að olíufélögin haldi sínu striki og hækki rausnarlega í hvert skipti sem tækifæri gefst en sé þau ekki jafn áfjáð í að lækka verðið. Hér í Bandaríkjunum hefur verð á bensíni lækkað vegna minnkandi eftirspurnar og hefur verið nokkuð stöðugt á dælunum í kringum $3,45 eða svo fyrir gallonið en var komið upp í kringum $3,90 gallonið snemma í haust hérna í Port Angeles (til fróðleiks sjá: http://www.washingtongasprices.com/Port_Angeles/index.aspx)
Kveðja,
![]() |
Gríðarlegar verðhækkanir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |