31.10.2010 | 17:30
Milljarðar Kaupþings
Með 9611 milljarða evra eign ætti Kaupþingi ekki að verða skotaskuld úr að koma atvinnulífinu á litla Íslandi á koppinn að nýju. Mér segir nú svo hugur um að eignirnar séu 9,6 milljarðar evra og að hér hafi blaðamanni skrikað fótur í talnafræðinni. Sennilega var skýrslan á ensku og þar kom fram að eignirnar væru "9.611 billion euros" sem eru 9,611 milljarðar evra, ekki 9.611 milljarðar;)
Kveðja,
![]() |
Eignir Kaupþings jukust í evrum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.10.2010 | 23:55
Safnkostur?
Ég hef aldrei séð þetta orð og er alls ekki viss um hvað það þýðir. Fréttin gerði því lítil skil hvað þetta gæti verið svo ég er litlu nær. Getur einhver góðhjörtuð sál útskýrt fyrir mér hvað "safnkostur" er? Með fyrirfram þökk:)
Kveðja,
![]() |
Hætta á að safnkostur skemmist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.10.2010 | 19:45
Íslenskt gagnsæi í verki
Aftur eru bankarnir komnir í þá stöðu að neita eftirlitsstofnunum um aðgang að upplýsingum. Aftur eru stjórnvöld komin í þá stöðu að þeim er neitað um upplýsingar til að gegna eftirlitsskyldum sínum gagnvart fjármálakerfinu. Fjármálakerfið túlkar lög á einn veg en stjórnvöld á annan og nú er spurningin sú hvort fjármálakerfið stjórnar landslögum og framkvæmdavaldið lúffar eða hvort stjórnvöld standa við að auka gagnsæi og sækja þessar upplýsingar með illu ef þær fást ekki með góðu.
Enginn veit hvort bankarnir hafa verklagsreglur til að fara eftir við niðurfellingu skulda, hvort þær eru samræmdar, hvort þær eru löglegar, hvort þeim er framfylgt og hvort þær gera skuldurum jafn hátt undir höfði. Allt lyktar þetta vægast sagt illa!
Kveðja,
![]() |
Neitaði eftirlitsnefnd um upplýsingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |