31.12.2009 | 17:01
Loftsteinar
Mér finnst þetta athyglisvert framtak hjá rússum. Fyrr eða síðar mun koma að því að lífi á jörðinni verði ógnað af árekstri loftsteina og með þessu framtaki væri hægt að prófa mismunandi úrræði til að kanna hvað hentar best til að beina loftsteinum á nýja sporbraut sem ekki ógnar jörðinni. Þar sem hættan er lítil á að þessi loftsteinn rekist á jörðina þá er hann tilvalið tilraunadýr þar sem hann verður mjög nálægt og hægt verður að beita þeirri tækni sem tiltæk er til að reyna að hafa áhrif á hann. Þessi steinn er líka tiltölulega lítill svo það ætti að vera auðveldara að hnika honum til og þar með fá dýrmæta reynslu sem getur nýst þegar stærri loftsteinar koma í heimsókn.
Kveðja,
![]() |
Rússar vilja bjarga jörðinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.12.2009 | 22:50
Þeir, þau og þær
Í fréttinni segir:
"Bretar fylgjast vel með því hvernig bæjarfélögum og góðgerðarstofnunum gengur að endurheimta það fé sem þær lögðu inn í íslensku bankana fyrir hrun."
Bretarnir (karlkyn) og bæjarfélögin (hvorugkyn) verða að kvenkyni (þær) í umfjöllum mbl.is. Tvö kyn eru kynnt til sögunnar en svo fréttamaður getur ekki gert upp á milli þeirra og klofnar í afstöðu sinni og allt dótið verður svo bar kvenkyns. Það er hægt að gera betur en þetta:)
Kveðja
![]() |
Íslandspeningar smám saman að endurgreiðast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.12.2009 | 01:26
Teknar í almenna notkun...
Í lok fréttarinnar segir: "...nú er ekki reiknað með að þær verði teknar í almenna notkun fyrr en seint á síðasta ári. "
Ég held að þetta hljóti að eiga að vera "á næsta ári" því það er alveg gersamlega út í hött að vél sem var að fara í sitt fyrsta reynsluflug í dag verði tekin í notkun seint á síðasta ári!
Kveðja,
![]() |
Reynsluflug Draumfara gekk vel |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.12.2009 | 17:47
Breskir fjölmiðlar...
Af hverju virðast breskir fjölmiðlar alltaf vera fyrstir með fréttir frá Íslandi? Ég hef ekki séð stafkrók á mbl.is um rekstrarvanda Latabæjar. Er enginn metnaður eða dugnaður hjá íslenskum blaðamönnum?
Mér finnst þetta heldur súrt í broti og finnst mbl.is og íslenskir blaðamenn geti gert mun betur en láta erlendar fréttastofur um að afla frétta frá íslandi sem eru síða (illa) þýddar og slegið upp í íslenskum fjölmiðlum.
Kveðjur,
![]() |
Fjallað um miklar skuldir Latabæjar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |