14.2.2010 | 03:16
Allt í kross eins og venjulega
Þetta kemur svo sem ekki mikið á óvart. Ef einhver hefði haft áhuga á að koma þessu rugli aðeins niður, þá hefði átt að fá erlenda aðila sem voru algjörlega óskyldir íslensku bönkunum til þess að vera a.m.k. meirihluti af skilanefndunum. En það hefði örugglega orðið til þess að flórinn hefði verið mokaður, a.m.k. verið gripið til skóflu, svo það var auðvitað óhugsandi.
Ætla íslendingar að hrista af sér aumingjaskapinn og fara að taka á þessum málum? Ósennilegt, þetta reddast allt saman og hverju skipir þó einhverjir labbi út með þúsund milljarða. Ekki málið!
Kveðja,
![]() |
Situr beggja vegna borðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.2.2010 | 05:58
Krafa um vexti
Það hlýtur að verða krafa í IceSave viðræðum að Englandsbanki borgi sömu vexti á innistæður Landsbankans eins og Íslendingar greiði af lánum vegna IceSave.
Kveðja,
![]() |
Afborganir í Bretlandi enn á vaxtalausum reikningi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |