Gott framtak

Þetta er gott framtak hjá Obama.  Reyndar hefur verið talsvert fjallað um þetta hér í Bandríkjunum og Kanada undanfarið og svo virðist sem fólk hugsi sér að nýta lóðir sínar og garða til að rækta matjurtir.  Við prófuðum þetta þegar við bjuggum í San Antonio, en það var of heit og þurrt þar til að það væri nokkur leið að láta neitt vaxa. 

Hér í Port Angeles búum við svo vel að hafa nokkuð stóran bakgarð sem hallar mót suðri og hér er veðurfar svipað og á Austfjörðunum, nema bara svolítið hlýrra.  Við höfum fullan hug á að setja niður svolítið af kartöflum og gulrótum og eins jarðaber og ýmislegt annað núna þegar er vorið er á næsta leiti.  Ekki veit ég hvort maður spara mikið á þessu en það að geta fengið nýtt grænmeti og ávexti beint úr garðinum er svo langt ofan við þetta rusl sem maður er að kaupa úti í búð.  Nú er bara að verja þetta fyrir árans moldvörpunum sem eru á góðri leið með að gera garðinn að svissneskum osti!!!


mbl.is Obama fær matjurtagarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dagblöð á netinu

Ég hef fylgst dálítið með þessari umræðu hjá CBC útvarpinu í British Columbia hérna hinumegin við Puget sundið.  Margir fjölmiðlamenn eru nokkuð uggandi yfir þeirri þróun að flytja fréttamennsku frá dagblöðum yfir á netið.  Orsökin er einkum sú að netmiðlar geta ekki greitt sömu laun og haldið úti sama mannskap í fréttamennsku og dagblöðin.  Ástæðan fyrir því er einfaldlega sú að netmiðlarnir eru venjulega ekki í áskrift heldur afla tekna með auglýsingum.  Megninu af auglýsingum á netinu er dreift í gegnum leitarvélar á borð við google og yahoo sem eru orðnar nokkuð fastar í sessi. 

Þessi þróun dagblaða frá prentmiðlum til netmiðla er að margra mati of sein á ferðinni og þessir miðlar hafa látið hjá líða um árabil að notfæra sér netið til áskriftar en í stað þess einblínt um of á auglýsingatekjur á netinu.  Nú er svo komið að leitarvélarnar og önnur vefsvæði sem gera út á vefauglýsingar eru farnar að taka verulegan hlut af heildar auglýsingatekjum á markaðnum og prentmiðlarnir hafa ekki fylgst nægilega vel með þeirri þróun og ekki aðlagað sig að breyttum aðstæðum.  Þeir hafi því misst af lestinni og það verði erfitt fyrir þá að ná sér á strik fjárhagslega eftir að þeir breyta um miðil.

Fréttamenn eru margir hverjir uggandi um sinn hag og telja að netfréttamiðlar geti ekki haldið uppi sömu gæðum í fréttamennsku og prentmiðlarnir hafa gert.  Þetta muni koma niður á fréttaflutningi í heild, en prentmiðlar hafa löngum þótt flytja ýtarlegri fréttir heldur en ljósvakamiðlar, þar sem það sem ég kalla fréttasölumennska lendir oft ofan á.  Það verður áhugavert að fylgjast með hvernig þessu vindur fram næstu árin.


mbl.is Bandarísk blöð skera niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Offituvandamál

Meðan 8 af hverjum 10 bandaríkjamönnum eldri en 25 ára eru of þungir (overweight, obese, morbidly obese), þá finnst manni svona lagað bara vera algjört rugl!  Sérstaklega nú þegar augu almennings eru að opnast fyrir hversu gríðarlegt heilbrigðisvandamál þetta er og á eftir að verða á næstu árum og áratugum. 

Hér (http://www.obesityinamerica.org/statistics/index.cfm) má finna ýmsar upplýsingar um offituvandamál í Bandaríkjunum.  Það skal tekið fram að þetta er langt frá því að vera eitthver sér-bandarískt vandmál.  Þetta er stórt vandamál í flestum vestrænum ríkjum og eru mörg ríki Evrópu litlir eftirbátar Bandaríkjanna í þessum efnum.


mbl.is Kaloríukjarnorkusprengja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icelandair fljúga til Seattle í sumar

Samkvæmt frétt á ruv.is (http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item257337/) þá ætlar Icelandair að hefja beint flug til Seattle í Washington fylki í júlí í sumar.  Þetta eru frábærar fréttir fyrir okkur sem búum á vesturströndinni, sérstaklega í norðrinu;)  Frá okkur er aðeins tveggja tíma keyrsla til Sea-Tac flugvallarins sem er á milli Seattle og Tacoma.  Þetta mun spara okkur helling í tíma og peningum þegar við ferðumst til Íslands og vonandi geta einhverjir séð sér færi á að koma í heimsókn:)

Fjármögnun Novators til kaupa á Actavis

Svo virðist sem að kaup Novators á Actavis fyrir tæpum tveimur árum uppá um 5.6 milljarða Evra hafi að miklu leiti verið fjármögnuð af Deutsche Bank in Þýskalandi.  Skv. frétt Reuters eins og hún er birt á Forbes.com (http://www.forbes.com/feeds/afx/2009/03/24/afx6205722.html) þá mun Deutsche Bank hafa fjármagnað um 4 milljarða Evra af þessum kaupum. 

Nú virðist vera sem að væntanlegt söluverð Actavis geri ekki mikið meira en fjármagna skuldir Novators af kaupunum gagnvart Deutsche Bank - spurningin er því sú hvernig Novator mun reiða af ef lítill sem enginn söluhagnaður verður af Actavis.  Á endanum spyr maður hvort þessi milljarður dollara sem Björgólfur Thor á eftir verður étinn upp í þessu dæmi!  Spyr sá sem ekki veit???


mbl.is Verðmat á Actavis lækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Velkomin á bloggið

Velkomin á bloggið hjá mér! 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband