30.3.2011 | 21:54
Hengdist
Það er ömurlegt að sjá þessa fyrirsögn. Drengurinn hengdi sig ekki, hann hengdist. Það er stór munur þar á. Annað formið gefur til kynna að um viljaverk hafi verið að ræða, hitt að um slys hafi verið að ræða. Ekki leikur neinn vafi á að um slys var að ræða svo hér ætti að nota "Hengdist næstum í leiktæki" og "Litlu munaði að ungur drengur hengdist í ól á sundpoka..."
Ég skora á mbl.is að breyta þessari fyrirsögn og fréttinni í samræmi við að hér var um slys að ræða:)
Kveðja,
![]() |
Hengdi sig næstum í leiktæki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.3.2011 | 15:44
Úr einu í annað
Ég skil ekki hvað er fréttnæmt við þetta. Persónulega kæmi ekki til greina af minni hálfu að vera með viðskipti við neinn af hrunbönkunum. Bara ekki til í dæminu! Ef ég hefði ekki val myndi ég bara nota beinharða peninga. Ég hefði ekki geð í mér til að vera í viðskiptum við þessi fyrirtæki reist á rústum glæpafyrirtækja sem settu Ísland á hausinn.
Kveðja,
![]() |
Ólína flytur bankaviðskipti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.3.2011 | 02:41
Mikil ábyrgð?
Það var jafnan viðkvæðið við ofurlaunum gömlu sparibaukanna að þessir menn í stjórnunarstöðum bankanna bæru svo mikla ábyrgð. Einhvern veginn var það nú þó þannig að þegar þeir höfðu keyrt fjármálakerfi Íslands á kolsvartakaf þá báru þeir enga ábyrgð á neinu. Það er margt skrýtið í kýrhausnum bankamannanna!
Kveðja,
![]() |
Sat hjá í bankaráði Íslandsbanka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |