Merkingarmunur

Fyrirsögnin er "Tap Alcoa meira en talið var" en í fréttinni er sagt "rekstrartap... hefði verði meira ... en búist var við"  Fyrirsögnin gefur í skyn að um reikningsskekkju hafi verið að ræða, en fréttin gefur í skyn að um vanáætlun á tapi í efnahagsáætlun fyrir fyrsta ársjórðung hafi verið að ræða.  Þetta eru ekki sömu hlutirnir og fréttamenn þurfa að gera greinarmun á milli þess sem er (talið var vera) og þess sem var áætlað (búist var við)

Kveðja,


mbl.is Tap Alcoa meira en talið var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óskiljanlegur fréttaflutningur

Ég á afskaplega bágt með að skilja þennan fréttaflutning.  Það er verið að tala um sérstaka rannsókn á hugsanlega stærsta og víðtækasta sakamáli á Íslandi og þó víðar væri leitað.  Þar sem um er að ræða hugsanlegar upphæðir sem leika á þúsundum milljarða króna og það er verið að hamast út af smáaurum til að rannsaka þessi ósköp!  Mér sýnist þessar 67 milljónir vera eitthvað um 1/10.000 af þeirri upphæð sem ég sá einhversstaðar um það hvað IceSave kostaði eða kemur til með að kosta skattgreiðendur á Íslandi, í Bretlandi og í Hollandi. 

Fólk hefur krafist rannsóknar á hvað í ósköpunum skeði á Íslandi síðasta áratug.  Fólk hefur talað um að engu megi til spara til að komast til botns í hvað fór svo herfilega úrskeiðis.  En þegar loksins einhver skriður kemst á þessa rannsókn þá hlaupa allir up til handa og fóta og kvarta undan því að það þurfi að borga þeim sem sjá um þessa rannsókn.  Vilja íslendingar virkilega bíða eftir því að þeir fái einhverskonar ölumusu frá erlendum sérfræðingum og þurfi ekki að borga?  Ég bara skil ekki alveg...

Kveðja frá Port Angeles, Washington.


mbl.is Tengiliður Evu Joly kostar 6,7 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband