Rétt ákvörðun

Að mínu mati er þetta hárrétt ákvörðun.  Það kemur svolítið sérstakt fyrir sjónir að lögfræðingar erlendis leiti beinlínis eftir ríkisborgararétti fyrir einstaklina, auðuga eða ekki, til þess eins að þeir vilji koma með fjárfestingar. 

Ég er allur fylgjandi því að fá erlenda aðila til að fjárfesta á Íslandi, en ég sé enga ástæðu af hverju þeir geta ekki sinnt þessum markmiðum sem erlendir aðilar, eða flust til Íslands og síðan sótt um ríkisborgararétt þegar lög leyfa.  Þetta mál lyktar svolítið illa og bara af því að þeir fá synjun um umsvifalaust ríkisfang, þá fara þeir bara eitthvað annað sem segir mér að þeir höfðu engan eða mjög takmarkaðan áhuga á Íslandi sem fjárfestingarkosti.  Fólk sem vill koma og fjárfesta á Íslandi verður bara að gera það á löglegan og eðlilegan hátt, svo einfalt er það. 

Kveðja,


mbl.is Fá ekki ríkisborgararétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

1,4 billjóna fjárlagahalli, ekki skuldir

Hér er verið að ræða um fjárlagahalla (budget deficit) Bandaríska alríkisins á yfirstandandi fjárlagaári sem er frá Október til September.  Þessi halli er nú rétt um 1400 milljarðar dollara (1,4 US trilljón) og ljóst að ekki er hægt að halda áfram á þessari braut mikið lengur.

Skuldir Bandaríkjanna námu um 14 US trilljónum (14 billjónum) nú í Janúar síðast liðnum.  Það verður erfiður róður að brúa þetta bil, hvernig sem farið verður að. 

Kveðja,


mbl.is Lækka þarf skuldirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndavíxl

Ekki er ég læknislærður en ég er 99.9% viss um að heilahvelið til hægri er úr alzheimers sjúklingi.  Það sjást vel djúpar skorur í heilaberkinum sem er eitt einkenni alzheimers því heilabörkurinn (cerebral cortex) skemmist og minnkar vegna frumudauða.

Kveðja,


mbl.is Finna fimm Alzheimergen til viðbótar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband