15.7.2019 | 16:27
Ísland selt!
Maður veltir fyrir sér hvort að einhver sé vakandi í brúnni á Íslensku þjóðaskútunni. Nýlega seldi Icelandair Group 75% hlut í hótelkeðjunni á rúmar hundrað milljónir dollara til Asíu með vilyrði fyrir að selja alla hlutina innan 3ja ári ef ég man rétt. Þetta eru 25 milljarðar eða svo af ferðaþjónustu, sem er verið að selja úr landi. Arðurinn af þessum rekstri verður alveg pottþétt ekki eftir á Íslandi!
Allt dót úr búi Wow hefur verið selt umdeildum og vafasömum fjárfestum hér í Bandaríkjunum. WAB verður örugglega tætt niður af niðurrifsmönnum, alveg eins og Wow og hræið selt einhverjum erlendis. Smátt og smátt er verið að saxa Ísland niður á erlenda auðjöfra. Laxveiðiréttingi Íslenskra laxveiðiáa seldur úr landi. Þær tekjur verða ekki eftir á Íslandi. Gulleggin seld, hvert af öðru og allir í dótakassanum. Hvenær ætlar brúarvaktin að vakna af Þyrnirósarsvefni sínum og gera EITTHVAÐ?
Stjórnmálamenn jarma í hvert skipti sem þetta kemur í fréttir að það þurfi að gera eitthvað. En enginn gerir neitt. Allir uppteknir að fylgjast með furðuverkinu í Hvíta Húsinu á Twitter eða Kim Kardashian á Instagram! Eða bíða eftir updeiti á Miðflokksmönnum og hvar þeim dettur í hug að gaspra eitthvað innantómt þvaður? Eða hvað??? Svo er andskotast yfir örfáum hræðum, sem minnst mega sín og vilja vera á Íslandi og þjösnast í að koma þeim úr landi á meðan erlendir auðkýfingar kaupa landið upp! Allt fór í fár þegar Kínverji vildi kaupa land - en allt í lagi að Breti geri það? Hvað er eiginlega að hjá þessu fólki, sem þykist vera að stjórna landinu?
Bara skil ekki svona hugsunarhátt!
Kveðja að westan!
![]() |
Ratcliffe bætir við sig jörðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.7.2019 | 22:27
Röklaus uppsögn
Uppsögn kjarnorkusamningsins við Íran er sennilega versta ákvörðun núverandi stjórnar Bandaríkjanna og er þó af nógu að taka. Þetta var ekki fullkominn samningur og kannski var hann vondur, en hann hélt vörð um kjarnorkukapphlaup í miðausturlöndum! Nú er það úr sögunni. Trump hefur verið með hótanir um hvað muni ske ef Íranir halda sig ekki við samninginn. Það verður ekki bæði sleppt og haldið, eitthvað sem Trump skilur ekki.
Bandaríkin töpuðu öllum áhrifamætti á samninginn um leið og þau sögðu sig frá honum, svo enginn tekur mark á okkur lengur hvað varðar þennan samning. Þetta hefur líka orðið til þess að efla vantrú á Bandaríkin. Þau hafa sagt sig frá hverjum alþjóðasáttmálanum á fætur öðrum og með því hefur traust á það sem Bandaríkin semja um farið verulega þverrandi út um allan heim.
Hver, sem ástæðan var, þá var hún ekki grundvölluð á rökum eða fyrirhyggju. Svo mikið er víst.
Kveðja að westan.
![]() |
Samningnum rift til að skaprauna Obama |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |