Tölur á reiki

Samkvæmt tölum Árna þá er losun koltvíoxíðs á Íslandi 17 tonn á hvern íbúa.  Samkvæmt tölum frá US Department of Energy's Carbon Dioxide Information Analysis Center (CDIAC) þá var Ísland í 52 sæti árið 2006 með 7.4 tonn pr. íbúa og hafði þá rokkað frá 8,2 tonni árið 1996 niður í 7,2 tonn árið 1992.  Losunin var mest í Quatar, eða rúm 56 tonn á íbúa.  Luxemburg var hæst Evrópulanda með 24,5 tonn og Bandaríkin voru í 9 sæti með 19 tonn.

Því er að sjá að það muni meira en 10 tonnum pr. íbúa skv. tölum Árna Finnssonar og Bandaríska orkumálaráðuneytisins.  Eftir því sem ég hef fundið þá verða til um 1,5 tonn af kolvíoxíði fyrir hvert tonn af áli í bræðslu.  Það þýðir að álverið á Reyðarfirði sem dæmi losar um 550 þúsund tonn af koltvíoxíði á ári miðað við um 340 þúsund tonn af áli.  Eftir því sem kemur fram á vef Saving Iceland þá er losun miðað við að orka sé framleidd með kolum o.þ.h. um 12 tonn á hvert tonn af áli.  Til viðbótar þessu eina og hálfa tonni kemur svo losun vegna flutnings hráefna og framleiðslu og þess háttar, en mér sýnist að hvernig sem þessu dæmi er snúið þá komi það alltaf út hagkvæmara fyrir CO2 framleiðslu að framleiða ál á stöðum þar sem hægt er að fá hreina orku með vatnsafli, gufuafli, vindorku o.s.frv.

Hvort Ísland er forysturíki skal ég alveg ósagt látið, en mér sýnist að Rajendra K. Pachauri hafi alveg rétt fyrir sér þegar rætt er um hvort það sé hagkvæmara að framleiða ál á Íslandi eða þar sem orkan er framleidd með kolum eða olíu.  Ef þetta er rangt hjá mér þá vildi ég mjög gjarnan fá staðfestar tölur því til stuðnings:) 

Kveðja,


mbl.is Dró forsetinn upp glansmynd?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skuldasöfnun í góðæri

Hafnarfjarðarbær er ekki einn á báti um skuldasöfnun í "góðærinu".  Eftir tölum sem ég sá nýlega þá virðist skuldasöfnun einstaklinga og fyrirtækja, að bönkunum undanskildum, hafa verið mjög mikil - skuldir frá 2002 til 2008 um það bil þrefölduðust ef ég man tölur rétt. 

Einhvernvegin hefði manni fundist eðlilegra að skuldirnar lækkuðuþegar vel áraði.  Hvernig ætla íslendingar að borga þessar skuldir?  Ekki er hægt að kenna bönkunum og útrásarvíkingunum eingöngu um óreiðu því mér sýnist að stór hluti landsmanna hafi verið í sama sukkinu og óreiðunni!  Það hefði komið sér betur nú að nota gróðann til að greiða niður skuldir og stofna ekki til nýrra neysluskulda, s.s. til bílakaupa. 

Kveðja,

 


mbl.is Lóðaskil afsökun fyrir slæmri fjárhagsstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýjar myndir

Fyrir þá sem hafa áhuga og eru á facebook, þá hef ég sett inn nokkrar nýjar myndir frá því í morgun:

http://www.facebook.com/home.php?ref=home#/album.php?aid=2036246&id=1106660469&ref=nf 

Ég held að allir sem eru á Facebook geti skoðað myndirnar.  Allur myndatexti er á ensku.

Kveðja,

 

 


Lehman Brothers og kreppan á Íslandi

Ég held að það hafi verið allra hagur á Íslandi að Lehman Brothers bankinn féll.  Það má segja að fall hans hafi orsakað fall íslenska bankakerfisins, en hvað hefði skeð EF bankakerfið hefði ekki fallið í Október 2009?  Í staðinn hefði það haldið áfram að sanka að sér þúsundum milljarða viðbótarskuldum og þá hefði ekkert getað komið fyrir algjör kerfishrun á Íslandi með skelfilegum afleiðingum.  Þó svo að það hafi verið komnir alvarlegir brestir í bankakerfið þá er ég nokkuð viss um að þeim hefði tekist að halda því gangandi í einhverja mánuði, jafnvel þraukað af lánsfjárkreppuna.  Hvað svo?  Hver væri staða bankanna núna?  Hver væri framtíð Íslands?  Um hversu mörg þúsund milljarða hefði IceSave hækkað síðan í Október 2009?  Allt á ábyrgð almennings á Íslandi.

Kveðja,

 


mbl.is Ár frá falli Lehman Brothers
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vanhæfni

Hlýtur ekki að verða að gera þá kröfu til þeirra sem gegna valdamiklum opinberum stöðum, eins og seta í bankaráði Seðlabanka Íslands hlýtur að fallast undir, að þeir komi ekki nálægt viðskiptum af neinu tagi sem geti hugsanlega orkað tvímælis þegar spurning um vanhæfni er borin upp?  Ég er ekki að segja að Magnús hafi gert neitt rangt, en það að spurningin um það hefur komið upp hlýtur að gera hann vanhæfan til þess að sitja í bankaráði.  Fyrir mér er þetta háalvarlegt mál sem ég kann Morgunblaðinu og mbl.is þakkir fyrir að hafa dregið fram í dagsljósið.  Það má bara ekki ske á þessum tímum að þeir aðilar sem þing og þjóð skipa til starfa til að endurreisa landið séu að stunda eitthvað sem getur orkað tvímælis! 

Það þarf að skapa trúnað á þeim stofnunum sem eiga að sjá um að stjórna landinu og endurreisa bankakerfið.  Í raun held ég að það sé af hinu góða að megnið af bankadraslinu endar í eigu erlendra aðila, þó ég sé ekki endilega kátur með að það séu kröfuhafar gömlu bankanna sem enda sem eigendur nýju bankanna því þeir stóðu fullkomlega og algjörlega á bak við ruglið með því að lána íslensku bönkunum þúsundir milljarða til að rugla með - annað hvort með því að samþykkja án athugunar það sem fyrir þá var lagt í lánasamningum og tryggingum eða með því að samþykkja með athugun og er hvorug niðurstaðan í hag kröfuhafanna að mínu mati!

Það að ráðamenn í Seðlabankanum séu með viðskipti með gjaldeyri eða ráðgjöf um gjaldeyri, beint eða óbeint, eða eingöngu með einhverskonar ráðgjöf til aðila sem skipta með gjaldeyri ætti, frá mínum bæjardyrum séð, að vera algjörlega óhugsandi of er fyrir neðan allar hellur.  Þetta er ekki eitthvað sem þessir menn ættu einu sinni að leiða hugann að og ef þar koma hugsanlegir hagsmunaárekstrar þá ætti það fyrsta sem þeir gera að vera að segja af sér þeim trúnaðarstörfum sem þeir hafa verið valdir til að gegna.  Þessir menn eiga ekki að þurfa að hugsa um það, þetta ætti að vera svo sjálfsagt og eðlilegt að engrar hugsunar sé þörf.  Að slík mál komist í hámæli í dagblöðum áður en þessir menn segja af sér er siðspilling og ekkert annað.  Það kann að vera löglegt, en eins og Vilmundur heitinn Gylfason sagði, þá er það löglegt en siðlaust. 

Kveðja,

 


mbl.is Sammála ákvörðun Magnúsar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Röng dagsetning!

Það er með fádæmum að blaðamenn geti ekki komið þessari dagsetningu rétt til skila.  Það er ekki eins og 9/11 hafi aldrei sést á prenti áður, en blaðamanninum tekst að þýða þetta í 9. september 2001.  Árásin var gerð 11. september 11/9 eins og er skrifað á Íslandi, en 9/11 eins og skrifað hér í Bandaríkjunum.  mbl.is getur gert betur:)

Kveðja,


mbl.is Vill ræða við Obama um 9/11
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki alveg rétt farið með

Í þessari frétt er ekki farið rétt með skilgreiningu á "Subprime Loans" þegar sagt er: "Hann segir að það sem hafi ruggað bátnum nú voru viðskipti með áhættusöm húsnæðislán (e. sub-prime mortgages). Fasteignalán sem voru veitt fólki sem hafði einhvern tíma lent á vanskilaskrá."

Subprime loans (http://en.wikipedia.org/wiki/Subprime_lending) eru einfaldlega lán með meiri áhættu en prime loans.  Það þýðir ekki að þeir sem borga þau séu eða hafi verið á vanskila skrá.  Hér í Bandaríkjunum má segja að allir séu á vanskilaskrá, en það er notað einskonar punktakerfi sem kallast credit score (FICO score - http://en.wikipedia.org/wiki/FICO_score).  Því hærra sem það er, því betri kjör er hægt að fá.  Punktarnir eru reiknaðir af vanskilum, en einnig er tekið inn í dæmið hve reglulega er greitt, ef greitt er eftir eindaga, heildarskuldir, o.s.frv.  Skuldir geta ekki verið á vanskilaskrá lengur en 7 ár, þá falla þær af vanskilalistanum (þó held ég að sumar skuldir fyrnist ekki, ekki alveg viss um það)  Skv. Wallstreet Journal, höfðu um 60% þeirra sem fengu subprime lán árið 2006 átt að eiga möguleika á því að fá venjuleg lán. 

Það er hinsvegar rétt að þetta olli því að fólk fékk lán sem það gat ekki staðið í skilum með.  Þetta olli gífurlegri eftirspurn eftir húsnæði hér í Bandaríkjunum og verð á húsnæði fór upp úr öllu valdi.  T.d. var varla hægt að kaupa hænsnakofa í Kaliforníu fyrir minna en milljón dollara!  Þetta olli því líka að húsnæðislán hækkuðu og svo þegar fólk komst í vandræði með að borga og annað hvort seldi húsin eða bankarnir yfirtóku þau, þá snerist þessi uppsveifla mjög hratt í niðursveiflu.  Húsnæðislánabankar Bandaríkjanna, Fannie Mae og Freddie Mac komust í þrot en þessi tvö fyrirtæki voru með um helming húsnæðislána í landinu að verðmæti um 5.100 milljarða dollara ($5.1 trillion)  Bandaríkjastjórn varð að yfirtaka þau til að halda þeim gangandi.  Bankarnir höfðu selt og keypt vafninga með þessum undirmálspappírum, og önnur fyrirtæki, svo sem AIG tryggingafélgaið fór að selja greiðslutryggingar á þessa vafninga.  Þegar þessir vafningar fóru bókstaflega að flettast í sundur stóð AIG frammi fyrir því að vera krafið tum hundruð milljarða dollara í tryggingabætur frá bönkunum en AIG hafði lítið fjármagn á bak við þessar tryggingar.  Eftirmaður Alan Greenspan, Ben Bernanke, áttaði sig á því hvað var að ske og Seðlabanki Bandaríkjanna greip inn í og Seðlabankinn veiti hátt í tvö hundruð milljörðum dollara inn í fyrirtækið til að koma í veg fyrir að það yrði gjaldþrota.  Seðlabankinn óttaðist að ef AIG yrði gjaldþrota myndi nánast allt bankakerfi Bandaríkjanna fylgja á eftir!  Bandaríkjastjórn og seðlabankinn vörðu hátt í þúsund milljörðum dollara til að koma í veg fyrir algjört hrun og þeim virðist hafa tekist það.

Kveðja frá Port Angeles


mbl.is Kreppan örugglega ekki sú síðasta segir Greenspan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðferðisbrestur

Ég verð að viðurkenna að ég stend agndofa í svona máli.  Prestur faðmar ungling og allt verður vitlaust.  Eru íslendingar orðnir svo siðferðiskertir upp til hópa að nálægð fólks sé talin glæpur?  Ég man eftir þegar allt ætlaði vitlaust að verða út af séra Ólafi Skúlasyni útaf svipuðum atburðum.  Ég kynntist séra Ólafi lítilsháttar við mjög erfiðar aðstæður fyrir tæpum 30 árum þegar tveir bræður mínir létust af slysförum með 6 vikna millibili og amma okkar lést daginn sem eldri bróðir minn var kistulagður.  Ég man enn vel eftir styrkum handaböndum og faðmlögum séra Ólafs, raunsæjum huggunarorðum og hlýju viðmóti á þessum ömurlegu tímum.  Ég þekki séra Gunnar ekki neitt og hef aldrei haft samskipti við hann.  En ég hef þekkt aðra presta svo sem séra Davíð Baldursson sem jarðsetti foreldra mína.  Þar mætti ég svipuðu viðmóti og hlýju og hjá séra Ólafi.  ÉG hef lært að meta þeirra starf mikils, þó ég sé ekki sérlega trúaður maður. 

Kveðja frá Port Angeles,

 


mbl.is Siðferðisbrot en ekki agabrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Fólki skorið"

Of mikið copy/paste hjá mbl.  "Fólk er skorið"

 mbl.is getur gert betur:)

Kveðja


mbl.is Er lausnin fólgin í fasteignafélögum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rannsókn

Fyrir þá sem hafa áhuga þá fann ég greinina um rannsóknina í British Medical Journal.  Hún er endurgjaldslaus svo hver sem er getur lesið hana hér:  http://www.bmj.com/cgi/content/full/339/sep03_2/b3292

Eftir að hafa pælt í gegnum hana fann ég að hér er um að ræða ummál hægra læris, mælt neðan við þjóhnapp.  Eftir að hafa slegið á þetta máli þá er ég bara á nokkuð góðu róli eða rétt um 62cm:)

Kveðja,


mbl.is Hættulegt að vera með mjó læri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband