Fjármögnun Novators til kaupa á Actavis

Svo virðist sem að kaup Novators á Actavis fyrir tæpum tveimur árum uppá um 5.6 milljarða Evra hafi að miklu leiti verið fjármögnuð af Deutsche Bank in Þýskalandi.  Skv. frétt Reuters eins og hún er birt á Forbes.com (http://www.forbes.com/feeds/afx/2009/03/24/afx6205722.html) þá mun Deutsche Bank hafa fjármagnað um 4 milljarða Evra af þessum kaupum. 

Nú virðist vera sem að væntanlegt söluverð Actavis geri ekki mikið meira en fjármagna skuldir Novators af kaupunum gagnvart Deutsche Bank - spurningin er því sú hvernig Novator mun reiða af ef lítill sem enginn söluhagnaður verður af Actavis.  Á endanum spyr maður hvort þessi milljarður dollara sem Björgólfur Thor á eftir verður étinn upp í þessu dæmi!  Spyr sá sem ekki veit???


mbl.is Verðmat á Actavis lækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Velkomin á bloggið

Velkomin á bloggið hjá mér! 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband