31.10.2009 | 17:50
Traust til gjaldþrota fyrirtækja?
Maður hlýtur að spyrja sjálfin sig, hvernig banki getur borið trausts til fyrirtækis og eigenda þess sem hafa sankað að sér hundraða milljarða skuldum án þess að geta borgað? Sem búa til eignir með því að selja sjálfum sér eigin eignir fram og til baka og veðsetja svo söluhagnaðinn fyrir nýjum skuldaævintýrum og nýrri vitleysu? Ruglið heldur áfram á fullri ferð í vildarboði Bónus. Hefur þjóðin ekki borgað nóg fyrir sukkið og ruglið? Spyr sá sem ekki skilur!
Hvernig getur Nýja Kaupþing einu sinni borið það á borð fyrir almenning að þeir muni e.t.v. afskrifa þessar skuldir, að hluta eða öllu leyti? Ef þeir gera það þá hlýtur það að vera krafa allra þeirra sem skulda bankanum að þeir afskrifi þeirra skuldir líka. Einfalt mál.
Ef þessir "nýju" bankar fara ekki að vinna eins og bankastofnanir en ekki útibú frá útrásarruglinu, þá fara þeir nákvæmlega sömu leið og forverar þeirra - á hausinn á kostnað þjóðarinnar. Og hvar verða íslendingar þá staddir? Er þetta hönnunin fyrir Hrun Íslands 2.0?
Kveðja,
![]() |
1998: Eigendur njóta trausts |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |