9.10.2009 | 20:53
Friðarverðlaun
Þessi ákvörðun Nóbelsnefndarinnar að veita Barack Obama friðarverðlaunin hefur komið verulega á óvart. Konunni minni, sem er bandarísk og studdi Obama í forsetakosningunum á síðasta ári, varð hverft við þegar ég las þetta fyrir hana á mbl.is og spurði "For what?" Það held ég að sé spurning sem margir spyrji sig núna og ég verð að viðurkenna að ég veit ekki alveg fyrir hvað Obama fær friðarverðlaunin.
Hann hefur aðeins verið í um 8 mánuði í embætti forseta og tók við illa stöddu búi af fyrirvera sínum og hefur þurft að glíma við gífurlegan fjárlagahalla og uppgjör við kreppuna og um tíma var allsendins óvíst hvort það tækist.
Hann hefur í raun lítið beitt sér á alþjóðavettvangi að öðru leyti en því að hafa breytt stefnu Bandaríkjanna í nokkrum málum sem eru mjög í brennidepli hér, þ.e.a.s. stríðinu í Írak, loftslagsmálum og svo erfiðri baráttu demókrata fyrir umbótum í heilbrigðismálum sem veitir ekki af. Ríkisstjórn Obama hefur einnig dempað talsvert hörku fyrri ríkistjórnar í utanríkismálum sem hefur verið vel tekið af alþjóðasamfélaginu.
Sennilega er eitthvað friðvænlegra eftir að Obama tók við völdum, en þó ég sé stuðningsmaður Obama, þá finnst mér hann eiga langt í land með að vinna sér þann heiður að hljóta friðarverðlaun Nóbels. Ég held það séu ansi margir sem klóra skallann og horfa undrandi á þetta má og spyrja hvað Nóbelsnefndin sé að fara.
Kveðja,
![]() |
CNN hæðist að Noregi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |