31.12.2009 | 17:01
Loftsteinar
Mér finnst þetta athyglisvert framtak hjá rússum. Fyrr eða síðar mun koma að því að lífi á jörðinni verði ógnað af árekstri loftsteina og með þessu framtaki væri hægt að prófa mismunandi úrræði til að kanna hvað hentar best til að beina loftsteinum á nýja sporbraut sem ekki ógnar jörðinni. Þar sem hættan er lítil á að þessi loftsteinn rekist á jörðina þá er hann tilvalið tilraunadýr þar sem hann verður mjög nálægt og hægt verður að beita þeirri tækni sem tiltæk er til að reyna að hafa áhrif á hann. Þessi steinn er líka tiltölulega lítill svo það ætti að vera auðveldara að hnika honum til og þar með fá dýrmæta reynslu sem getur nýst þegar stærri loftsteinar koma í heimsókn.
Kveðja,
![]() |
Rússar vilja bjarga jörðinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |