Faldar fréttir

Þessi frétt er eiginlega fyrir neðan allar hellur.  Hér er haldið af stað með hálfkveðnar vísur um tryggingar á innistæðum íslendinga sem eiga einhverja aura í bönkunum.  Fréttamenn verð að fara að vakna upp af Þyrnirósarsvefni sínum og byrja að hafa sjálfstæða hugsun og grandskoða það sem þeir eru  mataðir á af stjórnmálamönnum eða málsvörum þeirra.  Fréttir eru birtar án þess að reynt sé að gera neitt til þess að staðfesta þær.  Gera fréttamenn sér enga grein fyrir því hvað frétt eins og þessi getur þýtt fyrir innistæðueigendur? 

Nú er allt í einu komið algjörlega annað hljóð í strokkinn en verið hefur síðan bankarnir hrundu með tilheyrandi flugeldafári í Október.  Nú eru íslenskar innistæður "tryggðar þar til annað hefur verið boðað" og "Fyrr eða síðar mun fyrirkomulagið þó koma til endurskoðunar"  Eitthvað er að breytast en þessum ágætu fréttamönnum dettur ekki í hug að setja undir sig hausinn og grafa upp hvað er að breytast, hvers vegna og hvaða áhrif það mun hafa. 

Mér finnst að fjölmiðlar á Íslandi hafi lýst sig allt of mikið stikk frí af ábyrgð á bankahruninu.  Íslenskir fjölmiðlar upp til hópa löptu upp sömu gömlu fréttirnar af velgengninni á Íslandi árum saman, meðan "velgengnin" var í rauninni ekki til - spilaborg sem gat ekki annað en hrunið og margir bentu á löngu fyrir banka hrunið.  Ef til vill var það vegna eignatengsla spilaborgarmanna á fjölmiðlunum, sem leiðir aftur hugann að hvernig sé hægt að koma í veg fyrir að blaðamenn séu undir hæl eigenda fjölmiðla þannig að fjölmiðlarnir séu njörvaðir niður og verði að fá leyfi eigenda til að vinna vinnuna sína.  Þetta er ekkert annað en spilling og íslensku fjölmiðlarnir voru og eru með í spillingunni.

Kveðja,

 


mbl.is Tryggðar þar til annað verður boðað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. júlí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband