3.7.2009 | 22:49
Að berja höfuðið í steininn
Það virðist sem það eina sem ég blogga um hérna er slæmt málfar á mbl.is. Ég er svosem ekkert málfarsséní, en þegar villurnar beinlínis hrópa á mann af skjánum þá get ég bara ekki orða bundist!
Í þessari frétt segir:
"...í stað þess að berja höfuðið í steininn"
Ég veit ekki af hvaða tungumáli þessi frétt var þýdd, en svona orðalag á ekki heima í íslensku! Það er talað um að berja höfðinu við steininn, ekki í steininn. Þar fyrir utan ætti að nota "höfðinu" ekki "höfuðið" með "í steininn"
Mbl.is getur gert betur en þetta!
Kveðja
![]() |
Palin hættir sem ríkisstjóri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |