Bankasala

Ég held að sala Landsbankans og Búnaðarbankans hljóti að teljast með stærstu afglöpum í einkavæðingu á vesturlöndum um áratugi ef ekki aldir.  Mér finnst vera stór spurning er hvort þeir embættismenn sem sömdu um þetta ferli á sínum tíma eigi ekki að sæta forgangsrannsókn sérstaks saksóknara fyrir afglöp í starfi.  Það eru ekki bara kaupendurnir sem rústuðu þessu dæmi, seljendurnir hafa stóra ábyrgð líka fyrir að selja þetta til aðila sem auðsjáanlega höfðu enga reynslu né þekkingu á bankarekstri og höfðu ekki fjármagn til þess að kaupa bankana.  Hversvegna voru ekki hlutabréf í bönkunum seld á almennum markaði í stað þess að selja þá útvöldum aðilum sem síðan hvorki vissu hvað þeir voru að gera né höfðu bolmagn til þess að kaupa bankana?  Þeir sem stóðu á bak við þetta eru að mínu mati sekir um alvarlegt dómgreindarleysi og hrein afglöp í starfi og ættu skilyrðislaust að sæta ábyrgð fyrir dómstólum.

Það er alveg með eindæmum að þessir bankar sem voru seldir á slikk til aðila, sem gátu síðan ekki staðið í skilum með afborganir af þeirra eigin lánum fyrir kaupverðinu, hafi síðan komið Íslandi á vonarvöl með hverju afglapaverkinu á fætur öðru.  Ég bara kemst ekki yfir að þessir menn hafi ekki haft döngun í sér til þess að greiða þessar skuldir og koma þessum fyrirtækjum svo gersamlega í rúst að það er leitun að öðru eins.  Enron er það eina sem kemur upp í hugann hjá mér. 

Þessi endaleysa með krosstengslum og lánum byrjaði sem sagt ÁÐUR en sölu bankanna var lokið - það var byrjað á því að lána í kross til þess að kaupa bankana og svo var bara haldið áfram og ný fyrirtæki stofnuð sem var svo lánað úr bönkunum til þess að kaupa í öðrum félögum og þar með hækka eignir án þess að nokkur skapaður hlutur stæði á bak við þetta.  Það var hvorki fjármagn né eignir á bak við sölu bankanna heldur einungis lán frá þessum sömu bönkum til þeirra aðila sem keyptu þá.  Þetta dæmi verður einfaldlega fáránlegra og fáránlegra með hverjum degi sem líður. 

Hvar voru dagblöðin og blaðamenn síðasta áratuginn?  Hvar voru eftirlitsaðilarnir?  Voru allir keyptir til þess að þegja?  Voru allir sofandi á vaktinni? 

Kveðja,


mbl.is Dýrt fyrir ríkið að selja banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. júlí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband