6.8.2009 | 17:54
Gert ráð fyrir 1-200
Það virðist var að koma betur og betur í ljós hversu illilega ríkisstjórnin er úr takt við raunveruleikan. Þrátt fyrir mánaðarlangar ábendingar og viðvaranir Hagsmunasamtaka Heimilanna um yfirvofani greiðsluþrot og gjaldþrot heimilanna í landinu þá áætlar ríkisstjórnin að einungis 100 - 200 manns þurfi á greiðsluaðlögun að halda. Ég skil ekki hvernig ríkisstjórnin komst að þessari niðurstöðu en ég get ekki ímyndað mér að fjöldi þeirra sem þurfa á greiðslualögun eða álíka aðgerðum skipti ekki þúsundum eða tugum þúsunda!
Kveðja,
![]() |
Þúsundir vilja greiðsluaðlögun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.8.2009 | 00:24
Íslenska ríkið skaðabótaskylt?
Þó ég sé 100% fylgjandi rannsókn SFO og annarra aðila á íslenska bankahruninu, þá má ekki gleyma því að þetta getur dregið dilk á eftir sér. Hugsanlegt er að íslenska ríkið gæti verið dæmt til að greiða sektir eða skaðabætur til aðila í Bretlandi vegna afskiptaleysis Fjármálaeftirlits, Seðlabanka og íslenska löggjafans. Ég er ekki að segja að svo sé, en það má ekki gleyma þessari hlið málsins. Ef íslenska ríkið þarf að greiða skaðabætur þá lendir það á skattgreiðendum á Íslandi rétt eins og IceSave:(
Kveðja,
![]() |
Rannsaka íslensku bankana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |