9.8.2009 | 16:53
Vanhæfni
Þó svo að ég gagnrýnt Davíð á sínum tíma vegna andvaraleysis Seðlabankans fyrir hrunið, þá finnst mér að komið hafi í ljós að Davíð hafi gert sér grein fyrir í hvað stefndi og reynt hvað hann taldi mögulegt til að vara ráðamenn við. Gat hann gert betur? Örugglega en ég held að hvorki hann né aðrir hafi gert sér grein fyrir því hversu hratt þetta ferli varð, né heldur hversu gríðar stórt og fallvalt þetta íslenska bankaapparatið raunverulega var orðið. Það er mikið af mjög hæfu fólki sem vann og vinnur hjá Seðlabankanum og að kenna Davíð einum um þátt Seðlabankans í hruninu er að mínu mati mikil einföldun.
Þó svo að Davíð hafi ekki haft sérfræðiþekkingu á efnahagsmálum, þá var hann í pólitík svo áratugum skipti og mikið af því sem fram fer í gegnum ráðuneytin sem hann var í fjallaði um efnahagsmál, svo ég held að hann hafi haft nokkuð glögga innsýn inn í efnahagsmál Íslands. Enda segir Anne að "neither the prime minister, nor the finance minister or financial regulator seems to have made any serious attempt to stem the growth of the Icelandic banks. "
Kveðja,
![]() |
Segir Davíð hafa skort sérfræðiþekkingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |