13.9.2009 | 16:55
Lehman Brothers og kreppan á Íslandi
Ég held að það hafi verið allra hagur á Íslandi að Lehman Brothers bankinn féll. Það má segja að fall hans hafi orsakað fall íslenska bankakerfisins, en hvað hefði skeð EF bankakerfið hefði ekki fallið í Október 2009? Í staðinn hefði það haldið áfram að sanka að sér þúsundum milljarða viðbótarskuldum og þá hefði ekkert getað komið fyrir algjör kerfishrun á Íslandi með skelfilegum afleiðingum. Þó svo að það hafi verið komnir alvarlegir brestir í bankakerfið þá er ég nokkuð viss um að þeim hefði tekist að halda því gangandi í einhverja mánuði, jafnvel þraukað af lánsfjárkreppuna. Hvað svo? Hver væri staða bankanna núna? Hver væri framtíð Íslands? Um hversu mörg þúsund milljarða hefði IceSave hækkað síðan í Október 2009? Allt á ábyrgð almennings á Íslandi.
Kveðja,
![]() |
Ár frá falli Lehman Brothers |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.9.2009 | 05:54
Vanhæfni
Hlýtur ekki að verða að gera þá kröfu til þeirra sem gegna valdamiklum opinberum stöðum, eins og seta í bankaráði Seðlabanka Íslands hlýtur að fallast undir, að þeir komi ekki nálægt viðskiptum af neinu tagi sem geti hugsanlega orkað tvímælis þegar spurning um vanhæfni er borin upp? Ég er ekki að segja að Magnús hafi gert neitt rangt, en það að spurningin um það hefur komið upp hlýtur að gera hann vanhæfan til þess að sitja í bankaráði. Fyrir mér er þetta háalvarlegt mál sem ég kann Morgunblaðinu og mbl.is þakkir fyrir að hafa dregið fram í dagsljósið. Það má bara ekki ske á þessum tímum að þeir aðilar sem þing og þjóð skipa til starfa til að endurreisa landið séu að stunda eitthvað sem getur orkað tvímælis!
Það þarf að skapa trúnað á þeim stofnunum sem eiga að sjá um að stjórna landinu og endurreisa bankakerfið. Í raun held ég að það sé af hinu góða að megnið af bankadraslinu endar í eigu erlendra aðila, þó ég sé ekki endilega kátur með að það séu kröfuhafar gömlu bankanna sem enda sem eigendur nýju bankanna því þeir stóðu fullkomlega og algjörlega á bak við ruglið með því að lána íslensku bönkunum þúsundir milljarða til að rugla með - annað hvort með því að samþykkja án athugunar það sem fyrir þá var lagt í lánasamningum og tryggingum eða með því að samþykkja með athugun og er hvorug niðurstaðan í hag kröfuhafanna að mínu mati!
Það að ráðamenn í Seðlabankanum séu með viðskipti með gjaldeyri eða ráðgjöf um gjaldeyri, beint eða óbeint, eða eingöngu með einhverskonar ráðgjöf til aðila sem skipta með gjaldeyri ætti, frá mínum bæjardyrum séð, að vera algjörlega óhugsandi of er fyrir neðan allar hellur. Þetta er ekki eitthvað sem þessir menn ættu einu sinni að leiða hugann að og ef þar koma hugsanlegir hagsmunaárekstrar þá ætti það fyrsta sem þeir gera að vera að segja af sér þeim trúnaðarstörfum sem þeir hafa verið valdir til að gegna. Þessir menn eiga ekki að þurfa að hugsa um það, þetta ætti að vera svo sjálfsagt og eðlilegt að engrar hugsunar sé þörf. Að slík mál komist í hámæli í dagblöðum áður en þessir menn segja af sér er siðspilling og ekkert annað. Það kann að vera löglegt, en eins og Vilmundur heitinn Gylfason sagði, þá er það löglegt en siðlaust.
Kveðja,
![]() |
Sammála ákvörðun Magnúsar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |