7.9.2009 | 20:27
Siđferđisbrestur
Ég verđ ađ viđurkenna ađ ég stend agndofa í svona máli. Prestur fađmar ungling og allt verđur vitlaust. Eru íslendingar orđnir svo siđferđiskertir upp til hópa ađ nálćgđ fólks sé talin glćpur? Ég man eftir ţegar allt ćtlađi vitlaust ađ verđa út af séra Ólafi Skúlasyni útaf svipuđum atburđum. Ég kynntist séra Ólafi lítilsháttar viđ mjög erfiđar ađstćđur fyrir tćpum 30 árum ţegar tveir brćđur mínir létust af slysförum međ 6 vikna millibili og amma okkar lést daginn sem eldri bróđir minn var kistulagđur. Ég man enn vel eftir styrkum handaböndum og fađmlögum séra Ólafs, raunsćjum huggunarorđum og hlýju viđmóti á ţessum ömurlegu tímum. Ég ţekki séra Gunnar ekki neitt og hef aldrei haft samskipti viđ hann. En ég hef ţekkt ađra presta svo sem séra Davíđ Baldursson sem jarđsetti foreldra mína. Ţar mćtti ég svipuđu viđmóti og hlýju og hjá séra Ólafi. ÉG hef lćrt ađ meta ţeirra starf mikils, ţó ég sé ekki sérlega trúađur mađur.
Kveđja frá Port Angeles,
![]() |
Siđferđisbrot en ekki agabrot |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |