14.1.2010 | 22:43
Nýr samningur
Hér er haft eftir Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra að hún sé "bjartsýn á að draga megi Breta og Hollendinga aftur að samningaborðinu til að semja upp á nýtt um Icesave."
Hvað þýðir þetta? Þetta þýðir að eldri samningar voru EKKI nógu góðir að mati forsætisráðherra! EF hún væri á þeirri skoðun þá hlyti hún að segja að það væri engin þörf á að reyna að fá Hollendinga og Breta að samningaborðinu! Hér er komin viðsnúningur í stefnu Jóhönnu sem ég hlýt að fagna! Hér er að koma smá ljós punktur í þetta mál. Vonandi tekst að fá Hollendinga og Breta aftur að samningaborðinu og vonandi tekst að ná betra samkomulagi! Ekkert af þessu hefði skeð ef forsetinn hefði skrifað undir lögin! Vonandi fær þetta líka fólk, sem hefur verið upp til handa og fóta vegna þeirrar ákvörðunar forsetans, til þess að setjast niður og skoða þessi mál af gaumgæfni. Það MÁ EKKI hrapa að þessu á neinn hátt eða á neins forsendum nema Íslensku þjóðarinnar.
Kveðja,
![]() |
Forsætisráðherra bjartsýnn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.1.2010 | 06:18
Ný stjórnskipun
Í tilvitnun segir "Við kærum okkur ekki um forseta sem ákveður nýja stjórnskipun fyrir Ísland einn síns liðs og gerir ríkið marklaust í alþjóðlegum samskiptum"
Ég vil benda þessu fólki á að lesa 26. grein stjórnarskrár lýðveldisins:
"Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu."
Hvar er þessi "nýja stjórnskipun"? Þetta ákvæði hefur verið í stjórnarskrá Íslands síðan 1944. Ísland hefur ekki enn afsalað sér lýðræðinu þó harkalega sé að því vegið um þessar mundir úr öllum áttum, sérstaklega þó úr þeirri átt sem ólíklegust er - frá starfandi ríkisstjórn! Ég skora því á þennan þingmann ríkisstjórnarinnar að segja umsvifalaust af sér þar sem hún talar þráðbeint gegn hagsmunum Íslensku þjóðarinnar, sem þessi ríkisstjórn virðist leggja sig í framkróka um að virða að vettugi.
Kveðja,
![]() |
Þingmaður skorar á forsetann að segja af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |