6.1.2010 | 21:05
Lögin sem verður kosið um
Fyrir þá sem hafa áhuga á því að kynna sér lögin sem forseti Íslands hafnaði, þá
er hægt að lesa lögin hér: http://www.althingi.is/altext/138/s/0626.html Upprunalega frumvarpið má lesa hér: http://www.althingi.is/altext/138/s/0076.html og umræður og önnur skjöl er hægt að nálgast hér: http://www.althingi.is/dba-bin/ferill.pl?ltg=138&mnr=76
Það verður að hafa algjörlega hugfast að hér er EKKI um IceSave samninginn að ræða, heldur eingöngu samning um fyrirvarana sem voru settir við upprunalega IceSave samningin í meðförum þingsins í sumar. Bretar og hollendingar höfnuðu þessum fyrirvörum og því var gert nýtt samkomulag og lagt fram frumvarp um breytingar á lögunum um IceSave samninginn. Þessi lög sem Ólafur neitaði að undirrita rifta ekki IceSave samningnum, heldur einfaldlega setja hann á byrjunarreit frá því eftir að Alþingi samþykkti hann með fyrirvörum í sumar. Hver sem niðurstaðan í þjóðaratkvæðinu verður þá er þetta ekki í mínum huga eitthver dómsdagsmál. Ákvörðun Ólafs setur að mínu mati meiri pressu á þetta mál á alþjóðavettvangi. Nú hafa fleiri áhuga á því og fjölmiðlar erlendis fara að grafa í þetta. Mér sýnist það vera að koma fram í dag að fjölmiðlar erlendis eru að skoða þessi mál frá öðrum sjónarhorni og eins er með matsfyrirtækin sem hafa haldið að sér höndum nema Fitch sem virðist vera afskaplega taugaveiklað fyrirtæki.
Kveðja,
6.1.2010 | 17:22
Ekki forsetanum að kenna???
Hvernig getur staðið á því að þessi stöðvun sem átti að vera upphafið að endalokunum er svo bara ekki forsetanum að kenna eftir allt??? Og svo eru þeir ekki einu sinni að hætta við þetta, bara að taka pásu þar til samningar eru undirritaðir... Æ, æ... Ég verð bara að taka mér frí og leggja mig smástund...
Kveðja,
![]() |
Bíða eftir fjárfestingarsamningi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |