9.1.2010 | 16:31
Kuldamet?
Nei þetta er langt frá því að vera kuldamet í Danmörku! Kaldast í Danmörku mældist -31,2°C, þann 8. janúar 1982. Sjá veðurmeta síðu Danmarks Meteorologiske Institut : http://www.dmi.dk/dmi/index/danmark/meteorologiske_ekstremer_i_danmark.htm#Meteorologiske_ekstremer_i_DK-temp.
Til samanburðar þá má nefna að kuldametið á Íslandi var á Grímstöðum á Fjöllum, 21. janúar 1918, 38,0 gráður. -89°C er það kaldasta sem nokkru sinni hefur mælst, í Vostok stöðinni á Suðurskautslandinu, 21. júlí 1983.
Kveðja,
![]() |
Kaldasta nótt í Danmörku í 23 ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.1.2010 | 16:05
Á að borga?
Nú er meira en ár liðið frá því sparibaukarnir hrundu og sparigrísirnir, eigendur þeirra, skildu þjóðarbúið eftir með þúsundir milljarða í skuldir sem litlar eða engar eignir stóðu á bak við. Það hlýtur að vera umhugsunarefni að allan þennan tíma hefur íslensk ríkisstjórn, allar þrjár sem hafa setið, verið í fullu starfi við að fullvissa þjóðina um að hún eigi skilyrðislaust, eða skilyrðalítið, að borga skuldir óreiðumannanna.
Síðastliðið ár hafa allir 4 stærstu stjórnmálaflokkarnir setið við völd eða verið stuðningsmenn ríkisstjórnar. ALLIR þessir flokkar hafa sem sagt verið því fylgjandi, hvað svo sem þeir segja, að Ísland eigi að greiða fyrir grísina. Því skyldi engan undra þó að þær raddir sem hafa sagt að Íslandi beri ekki skylda til þess að borga brúsann hafi ekki verið háværar eða verið teknar mikið til greina, því þær tala gegn öllum stjórnmálaflokkum í landinu!
Það hefur komið fram í lögfræðiáliti erlendra lögfræðistofa, m.a. þeirra sem hafa unnið álitsgerðir fyrir núsitjandi ríkisstjórn, að það sé öldungis ekkert gefið að Íslendingum beri lagaleg skylda til þess að greiða fyrir, eða ábyrgjast Tryggingasjóð innlána til að verja hann gjaldþroti vegna einstakra reikninga sparibaukanna, svo sem Kaupthing Edge eða IceSave. Íslenska þjóðin skrifaði ekki uppá óútfyllta (eða útfyllta ef út í það er farið) víxla fyrir sparigrísina meðan þeir voru í svínastíunni að safna skuldum.
Þó skal því aldrei gleymt að íslensk lög, eða lagaleysi, voru það sem gerði grísunum þetta kleift, svo það er ekki nokkur einasta spurning að ábyrgð íslenskra stjórnvalda og eftirlitsstofnana er mikil, en þó mega menn ekki beygja sig svo í duftið að þeir geti ekki staðið upp og sagt "Hingað og ekki lengra - við borgum ekki ánauðarskuldir glæpamanna" Það er mikill munur á skuldum sem eru áorðnar vegna lélegs eftirlits og skulda sem verða til vegna þess sem ég kalla hreina glæpastarfsemi. Heldur einhver að Rússar færu að borga skuldir rússnesku mafíunnar? Eða Bandaríkin myndu greiða skuldir mafíunnar eða glæpagenga í Bandaríkjunum? Ekki til í dæminu! Hvers vegna ætti Ísland þá að greiða skuldir manna sem höfðu eindreginn glæpavilja á bak við starfsemi sína, sem ég held að engum geti dulist lengur nema þeir séu með bundið fyrir öll skilningarvit.
Íslendingar, eins og aðrir, eiga að borga sínar skuldir, á því er enginn vafi. En eru þetta skuldir íslendinga? Ég segi NEI.
Kveðja,
![]() |
Æ fleiri lýsa efa um að okkur beri að borga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |