13.11.2010 | 09:20
Hrein glæpastarfsemi!
Þessar færslur milli banka og fyrirtækja, fjármögnuð af sömu bönkum og fyrirtækjum er ekkert annað en glæpastarfsemi. Það er ekkert annað orð á íslensku yfir þessa starfsemi. Ég vona að sérstakur saksóknari fari að ganga að þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem gerðu Ísland gjaldþrota með glæpastarfsemi árum saman. Menn verða að fara að taka puttann úr og bretta upp ermarnar og ganga í þessi mál af ákveðni og áræðni, ef ástandið í þjóðfélaginu á ekki eftir að versna til mikilla muna! Það duga engin vettlingatök lengur!
Kveðja,
![]() |
Ákvað verð og keypti mest |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |