9.11.2010 | 08:52
Misjafnar aðgerðir!
"Við húsleit á heimili fólksins og á skrifstofum tölvufyrirtækis þess var hald lagt á tölvur, 150 þúsund dali í reiðufé, bíla og skartgripi. Bankareikningar fólksins voru frystir og hald lagt á fasteignir sem það á. "
Þetta er gert hér vestanhafs þegar grunur leikur á um fjársvik. Eignir eru frystar og viðkomandi settur í gæsluvarðhald sem menn geta e.t.v. fengið aflétt gegn tryggingu.
Hvað hefur lögreglan á Íslandi og saksóknarar á Íslandi sett marga í gæsluvarðhald vegna fjársvika bankanna? Hvaða eignir hafa verið frystar vegna aðgerða á íslandi (eignir Jóns Ásgeirs voru frystar vegna aðgerða í Bretlandi)? Hvenær ætla íslensk stjórnvöld og löggæsluyfirvöld að fara að sinna störfum sínum og skyldum gagnvart íslensku þjóðinni? Nú er löggæsla og fangelsi undir hnífnum í fjármálaráðuneytinu. Ef svo fer fram þá verður enginn til þess að ákæra þessa menn þegar þar að kemur og engin fangelsi handa þeim til að búa í ef þeir verða fundnir sekir! Er ekki eitthvað að þessu dæmi???
Kveðja,
![]() |
Íslensk kona grunuð um stórfelld fjársvik |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |