31.3.2010 | 15:06
Eftirlit
Það verður fróðlegt að sjá hvort bankarnir fara eftir skilyrðum Samkeppnisstofnunar eða hunsa þau eins og þeir hafa gert við skilyrði eftirlitsstofnana hingað til með þeim afleiðingum sem við vitum öll um.
Það er erfitt að fylgjast með hvort þessum skilyrðum er fylgt eða ekki þar sem ekkert er gefið upp um tímatakmarkanir á söluferlinu, hvaða arðsemiskröfur eru gerðar o.s.frv. Persónulega þá held ég að þetta ætti að vera fest í lögum svo að bankarnir geri annað tveggja, fylgja settum lögum eða ekki og þá er hægt að fylgja þeim lögum eftir gagnvart bönkunum. Við megum ekki fljóta inn í næsta hrun án þess að setja fjármálafyrirtækjum, bönkum meðtöldum, skorður og þar þarf að taka mið af því sem telst eðlilegt í helstu viðskiptalöndum Íslands svo þau sjái að Íslendingum sé alvara með að endurbyggja viðskiptaumhverfi á Íslandi en ekki bara endurreisa ruglið.
Bankar eiga ekki að vera í fyrirtækjarekstri og það eiga að vera strangar reglur um hverskonar fyrirtæki bankar mega eiga (fyrirtæki á sviði fjármála væri eðlilegt) og hvernig og hversu hratt þeim ber að losa sig við fyrirtæki sem þeir yfirtaka og eignast í gegnum gjaldþrot.
Kveðja,
![]() |
Setja skilyrði fyrir yfirtöku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |