12.4.2010 | 21:09
Ókunnar stærðir
Geir H. Haarde segir í skýrslunni: "Nei, ég get ekki nefnt fjárhæðirnar, það er ekki nokkur leið, en maður veit aldrei hvað svona áfall er stórt [...]." Ingibjörg S. Gísladóttir tekur í sama streng og Árni M. Mathiesen einnig, "Ég held að það hafi ekki verið gert í þessu samhengi."
Loforð íslensku ríkisstjórnarinnar um stuðning við bankakerfið voru ekki byggðar á neinu. Þær voru gripnar úr lausu lofti án þess að neinn tæki sér fyrir hendur að reikna út hvort ríkissjóður og Seðlabanki Íslands hefðu í raun bolmagn til þess að koma bönkunum til aðstoðar ef í nauðirnar ræki. Ef það hefði verið gert eftir að ljóst varð snemma árs 2008 að bankarnir væru í alvarlegri kreppu þá hefði e.t.v. verið hægt að komast að því að ríkið gat ekki stutt við bankana og hægt að gera eitthvað í málunum.
Kveðja,
![]() |
Geir: Yfirlýsingar ekki byggðar á neinu formlegu mati |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.4.2010 | 20:54
Óraunsætt verðmat
Þessi setning, höfð eftir John Quitter, finnst mér einhvern vegin vera einkennandi fyrir íslensku útrásina:
Það var ekki hægt að bjóða á móti Íslendingum. Verðmat þeirra var ekki raunsætt.
"Verðmat þeirra var ekki raunsætt" Var þetta ekki mergurinn málsins? Íslendingarnir höfðu ekki græna glóru hvað þeir voru að gera - héldu það og héldu sig mikla menn því þeir gátu yfirboðið alla í skjóli þess að hafa ótæmandi loftbólusjóði á bak við sig, en mat þeirra var tómt rugl. Sjö þúsund milljarðar króna í loftbólum sem hurfu við hrunið! 7.000.000.000.000!
Allir góndu á nakinn keisarann og nakta hirðina og dásömuðu ósýnilegar flíkur þeirra.
Kveðja,
![]() |
Kepptu hver við annan í útlöndum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.4.2010 | 18:57
5.572 eða 5,572
Hér verður að skoða tölurnar betur! Hér er ég nokkurn vegin 100% viss um að þetta eigi að vera rúmur fimm og hálfur milljarður EKKI fimm þúsund og fimm hundruð milljarðar eins og lesa má úr frétt mbl.is.
Fyrir þá sem hefur ofboðið "smámunasemi" og "veruleikafirring" höfundar vegna málfars í fréttum, þá má hér sjá mjög gott dæmi um hvað réttritun og vandað málfar ER mikils virði í fréttaflutningi!
Kveðja,
![]() |
Gervimaður í útlöndum fær arð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.4.2010 | 16:22
Kom ekki á óvart
Það sem ég hef heyrt úr skýrslunni kemur ekki mikið á óvart. Þó voru tölurnar um loftbólueignir bankanna hærri en ég hafði gert mér grein fyrir - taldi að þær hefðu verið um 75 milljarðar dollara en þær reyndust nær 120 milljörðum, þ.e. eignir í eignasafni bankanna sem hvarf á fyrsta mánuðinum eftir hrun. Þetta fór úr 12.000 milljörðum niður í 4.500 milljarða eða úr um $160 milljörðum niður fyrir 40 milljarða ef við tökum raunhæft gengi upp á 120IKR eftir hrun og 75IKR fyrir hrun. Þessar eignir voru allar byggðar á lofti og hurfu því þegar bankarnir hrundu.
Annað sem kom mér svolítið á óvar var hversu alger upplausnin innan stjórnarinnar var og það hlýtur að vekja upp spurningar hvort það er eðlilegt ástand eða hvort þessi stjórn var verri en aðrar. Ég hef ekki mikla trú á pólitíkusum svo mér finnst það eðlileg spurning hvort þessi var verri en aðrar;)
Ég hef sankað að mér öllum PDF skrám og Excel skrám og öllu öðru sem er á vef Alþingis um þetta og á eftir að pæla í gegnum þetta á næstu mánuðum (eða árum!)
Kveðja,
![]() |
Skýrslan kom þjóðinni á óvart |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |