16.4.2010 | 21:01
Mills
Ég vil bara benda á að eitt mill er USD 0.001. Þannig að það eru 10 mills í einu centi og þúsund mills í einum dollar. Því er raforkuverð upp á 10 mills sama og eitt cent eða $0.01 (1/100).
Þetta er ekki ljóst í fréttinni. Þess má geta til gamans að margar borgir í Bandaríkjunum nota mills sem einingu fyrir eignaskatt. Peningakerfi Bandaríkjanna var í raun byggt á mills árið 1791 en það hefur aldrei verið gefin út mynt fyrir þessa einingu, aðeins cent. Sjá t.d. http://www.yourdictionary.com/mill og http://www.unc.edu/~rowlett/units/dictM.html
Kveðja,
![]() |
Raforkuverð ekki lægst á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |