19.4.2010 | 22:59
Banna eldgos
Nú er það langt frá mér að gera lítið úr áhrifum eldgosins, en það hlýtur að vera krafa um að þessi eldgos verði bara bönnuð. Það er augljóst að sumt fólk er alveg að fara á límingunum út af gosinu og það hlýtur að verða að stoppa þetta til að blessað fólkið haldi sönsum. Sumir bloggarar eru orðnir svo taugaveiklaðir og svartsýnir að manni sýnist allt bara stefna beinustu leið til helvítis á seinna hundraðinu ef ekki verður skrúfað fyrir þetta umsvifalaust. Veit ekki alveg hvernig á að gera það en það hlýtur að finnast leið ef menn verða nógu svartsýnir og hafa nógu miklar áhyggjur. Nú ef Katla fylgir svo í kjölfarið þá bara nær þetta engri átt. Þá verður bara að senda heilt herlið þarna upp og láta þá moka ofan í jafnóðum.
Ekki að ég sé að gera lítið úr áhrifum eldgosins í Eyjafjallajökli, síður en svo. Það hefur orðið mikið tjón, sérstaklega í alþjóðaflugi, en líka á jörðum sem orðið hafa fyrir öskufalli. Hinsvegar er það bara afskaplega lítið sem hægt er að gera annað en plana hvernig best er að bæta og byggja upp. Sá að ráðunautur Búnaðarsambands Suðurlands er að hvetja bændur um land allt til að reyna að auka fóðurframleiðslu svo hægt verði að hjálpa þeim bændum sem gætu þurft að kaup fóður fyrir næsta vetur vegna lélegrar sprettu upp í gegnum öskuna.
Því miður þá hefur svartagallsrausið afskaplega lítinn uppbyggingarmátt.
Kveðja,
![]() |
Gosmökkurinn rís enn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |