9.4.2010 | 16:03
Hörmuleg íslenska
Ég velti því fyrir mér hvort blaðamaðurinn hafi verið sofandi þegar hann þýddi þessa frétt.
"Hjónabandið varð 12 ára stúlku að aldurtila" segir í fyrirsögn og svo í fyrstu málsgrein "Hjónabandið kostaði 13 ára stúlku lífið í Jemen." Frá fyrirsögninni til fyrstu málsgreinar eltist stúlkan um heilt ár.
Í annarri málsgrein segir "hafði stúlkan rifnað illa í undirlífinu" Ég gat ekki annað en skellt uppúr, þó hér sé rætt um neitt skemmtilegt! Þetta er svo augljóslega þýtt úr dönsku að það hálfa væri nóg og útkoman afskaplega klúðursleg.
Ömurleg frétt, bæði innihaldið og þýðingin.
Kveðja,
![]() |
Hjónabandið varð 13 ára stúlku að aldurtila |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |