Stefna Skilanefndar Glitnis

Ég hef setið við og pælt í gegnum alla stefnu Skilanefndar Glitnis gegn Jóni Ásgeiri og 6 öðrum ásamt PricewaterhouseCoopers.  Þetta er ógnvekjandi lesning og hausinn á mér er að springa eftir þetta.  

Í 296. málsgrein í 12. dómskröfu segir "Plaintiffs have no adequate remedy at law", sem ég leyfi mér að þýða sem: "Stefndu hafa enga vörn að lögum".  Mér finnst þessi setning sýna málið í hnotskurn.  Þessir menn stálu bankanum og öllu steini léttara í þeim fyrirtækjum sem þeir komu nálægt. 

Eyðimerkurdrengirnir skildu eftir sig sviðna jörð hvar sem þeir fóru um.  Og það var ekki eitthvað sem skeði fyrir slysni, þetta var skipulagt og stjórnað af Jóni Ásgeir sem keypti menn til þjónustu ef þeir voru óþekkir. 

Hundruð milljarða króna var veitt framhjá innra eftirliti bankans og þeim var stundum ekki sagt fyrr en eftir nokkrar vikur um lán frá bankanum sem voru svo stór að bankinn riðaði á barmi gjaldþrots.  Það var "lánað" út og suður og aldrei borgað neitt.  Þannig var bankinn þurrausinn hvað eftir annað til að pumpa upp "veldi" Jóns sem var alltaf á fallandi fæti hversu miklum fjármunum sem Glitnir var látinn blæða. 

Hvar ætli þessir fjármunir hafi endað?  Ekki enduðu þeir í þeim fyrirtækjum sem eyðimerkurdrengirnir ráku, svo mikið er víst því þau voru öll að fara eða farin yfir um þegar bankinn tæmdist loks endanlega.  Þessir menn "keyptu" Ísland en það var bara allt út á krít!

Kveðja,

 


Bloggfærslur 14. maí 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband