Bónusfé?

Spurning hvort þetta verður á boðstólum hjá Bónus?

Kveðja,

 


mbl.is Stal 271 kind
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skilanefnd Landsbankans, banka allra landsmanna...

Mér þykir það furðu sæta að skilanefnd Landsbankans, sem hér áður fyrr auglýsti sig sem banka allra landsmanna, skyldi ekki geta fundið neinn hentugri fulltrúa til að sitja í stjórn Iceland heldur en Jón Ásgeir Jóhannesson.  Bankinn er í eigu ríkisins ef ég þekki rétt, eða a.m.k. var hann í eigu ríkisins, og það mætti ætla að það hefði verið leitað að hæfum mönnum með reynslu í viðskiptum.  Hvorugt hefur Jón Ásgeir, eða aðrir í Baugs&Bónus apparatinu sýnt þar sem þeim hefur tekist að keyra hvert fyrirtækið á eftir öðru í svimandi gjaldþrot undanfarin ár. 

Af einhverjum ástæðum, mér (og sjálfsagt fleiri) algjörlega óskiljanlegum, er þessu mönnum treyst.  Það virðist sem að þeir sem geta sett upp stærstu gjaldþrotin séu taldir stærstir og þeir sem sýna mesta tapið séu mestir.  Þetta stangast virkilega á við þann kapítalisma sem ræður hér í Bandaríkjunum og maður veltir fyrir sér hvaða efnahagsformúlur þessir menn á Íslandi hafa lært.  Ekki kemur hún frá gömlu kommúnistunum, því jafnvel þeir voru mun betur að sér heldur en þetta!  En það er augljóst að hjá þessum mönnum er tap eftirsóknarvert, gjaldþrot óumflýjanleg og sviksemi telst til dyggða. 

Maður furðar sig lítið á að það skuli vera komið eins og er fyrir Íslandi með svona hundalógik í farteskinu!

Kveðja,


mbl.is Segir að Jón Ásgeir muni hætta í stjórn Iceland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. maí 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband