28.5.2010 | 05:36
Fjárfesting???
Af hverju í ósköpunum ættu lífeyrissjóðir eða aðrir fjárfestar að hafa áhuga á marggjaldþrota fyrirtæki, sem hefur ekki sýnt að þar sé nokkur maður með peningavit undanfarna áratugi? Eftir þessa menn liggur slóð gjaldþrota og hamingjan má vita hvað annað á eftir að koma upp úr pokahorninu. Hundruð milljarða sem láku út úr Glitni í vasa þessara manna hurfu og allt eigið fé fyrirtækja sem þeir hafa komið að hefur gufað upp. Ef einhver sér góðan fjárfestingarmöguleika í svona rugli þá er eitthvað mikið að. Ef ég væri að setja peninga í fyrirtæki á Íslandi, þá væri Hagar síðasta fyrirtæki sem ég kæmi nálægt, nákvæmlega sama hver svo sem "staða" fyrirtækisins væri sögð. Glitnir var með góða "stöðu" viku áður en bankinn fór á hausinn. Þar sást best "rekstrarvit" þessara manna.
Kveðja,
![]() |
Enginn áhugi lífeyrissjóða á Högum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |