Einfalt mál

Þetta er ósköp einfalt mál.  Gengistryggingin var ólögleg en lánasamningarnir ekki.  Kjör samninganna hafa einfaldlega breyst frá því að vera gengistryggð yfir í að vera það ekki.  Þetta er ekkert flóknara mál!  Í staðin fyrir að höfuðstóllinn breytist samkvæmt gengisskráningum, þá verður að niðurfæra hann til þess dags sem lánið var tekið, endurreikna afborganir og vexti frá lánsdegi og gagna frá dæminu. 

Fjármálafyrirtækin verða einfaldlega að fara að lögum hvort sem þau vilja það eða ekki og hvort sem þeim líkar það betur eða ver.  Það er ekki í þeirra valdi að setja lögin í landinu en það er í þeirra valdi að fylgja þeim.  Þó svo að fjármálafyrirtækin hafi komist upp með ólöglegar aðferðir árum saman og glæpsamlega innheimtu ólöglegra afborgana þá hlýtur að koma að því að þessi fyrirtæki verði þvinguð til þess að hlíta landslögum.  Að öðrum kosti er ekki um annað að ræða en að kæra þessi fyrirtæki til lögreglu og láta lögreglu, saksóknara og dómstóla um að sjá um framhaldið. 

Kveðja,

 


mbl.is Fyrirtæki bera fyrir sig óvissu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. júní 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband