23.6.2010 | 19:13
Ólögleg ákvæði!
Ég furða mig ekki á að samningsvextir lánasamninganna séu taldir of lágir af bönkunum. Þeir settu inn ÓLÖGLEG ákvæði um gengistryggingu í lánasamninga. Þetta er ekkert flókið mál. Nú þurfa bankar og fjármálastofnanir, sem notuðu ólöglega gengistryggingu að hysja upp um sig buxurnar og láta eins og menn en ekki eins og skælandi kornabörn. Þessi fyrirtæki tóku þá ákvörðun sjálf að brjóta lög. Þau voru á engan hátt þvinguð til þess, heldur gerðu þetta upp á sitt einsdæmi og af ásetningi. Nú er komið að skuldadögunum og aldrei þessu vant þá sitja þessar stofnanir nú við hina hlið borðsins - þessi fyrirtæki brutu lög og þurfa nú að greiða þjófnaðinn til baka til lántakenda. Þetta er ekkert flóknara en þetta, þó svo að Seðlabankastjóri vilji ekki skilja þetta og bankakerfið í heild sé nú í einum taugaveiklunarkrampa eftir dóm Hæstaréttar sem þurfti ekki að koma neinum á óvart.
Ef þessir samningar verða ekki látnir standa eins og þeir eru, með ákvæðin um ólöglegu gengistrygginguna fellda niður, þá eru að mínu mati allir lánasamningar við bankana ótrúverðugir og einskis virði. Ef að bankarnir komast upp með að brjóta lög í áratug og eiga svo að fá borgað fyrir lögbrotin, þá er eitthvað svo mikið að í íslensku þjóðfélagi að það verður ekki reist úr rústum hrunsins.
Kveðja,
![]() |
Hefðu lækkað vexti meira |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |