13.7.2010 | 06:37
Nýjar upplýsingar?
"Þess er krafist að málið verði aftur tekið fyrir í ljósi nýrra upplýsinga um að Magma Energy Sweden sé skúffufyrirtæki með enga raunverulega starfsemi og engan annan tilgang en að fara á svig við íslensk lög og reglugerðir EES,"
Hvaða "nýjar" upplýsingar eru þetta? Fyrir nokkrum vikum tók mig innan við 10 mínútur að afla upplýsinga um þetta fyrirtæki með leit á google, þar sem ég fann það m.a. á einhverskonar firmaskrárvefsvæði í Svíþjóð, skráð með einn starfsmann, enga starfsemi og hefur ekki skilað sköttum. Þetta hefur verið altalað frá upphafi og núna er allt í einu eins og þetta séu einhverjar nýja upplýsingar!
Maður fer hreinlega hjá sé við að lesa bullið sem rennur viðstöðulaust upp úr stjórnmálamönnum og öðrum sem eru enn alveg á kafi í ruglinu og hafa ekki hugmynd um raunveruleikann!
Kveðja,
![]() |
Ekki boðlegir stjórnsýsluhættir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.7.2010 | 00:21
Einfaldar leiðir
Mér finnst þessi umræða öll meira og minna á villigötum. Íslensk lög eru þannig að fyrirtæki sem vilja fjárfesta á Íslandi verða að setja upp lepp fyrirtæki innan EES en geta ekki fengið að stofnsetja fyrirtæki á Íslandi, eða fjárfesta beint.
Persónulega finnst mér ekkert að því að erlendir aðilar komi að eign á fyrirtækjum á Íslandi og eins fyrirtækjum sem eru í orkuframleiðslu eða eru á annan hátt að meðhöndla auðlindir Íslands. Hinsvegar er ég gallharður á því að það á að setja einfaldar reglur um eignaraðildina, þ.e. fyrirtækin verða að vera með útibú eða starfandi dótturfyrirtæki á Íslandi og þau geta einungis eignast upp að segjum 25 eða 33% (1/4 - 1/3) af heildarverðmæti hlutafjár samanlagt, þ.e.a.s. 66-75% af heildareigninni verði alltaf í eigu íslenskra fyrirtækja sem eru að fullu í eign íslendinga eða íslenskra ríkisstofnana. Þetta þarf ekkert að vera flóknara en þetta, gefa erlendum fjárfestum tækifæri á að fjárfesta hér á landi, en um leið tryggja að þessi fyrirtæki verði í meirihluta eign og undir stjórn íslendinga. Einfalt mál!:)
Kveðja,
![]() |
Íslensk lög einungis útskýrð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |