Af hverju komst það ekki að bryggju?

Ég er nú svo utanveltu í íslenskum fréttum að það hefur alveg farið framhjá mér hversvegna skemmtiferðaskipið gat ekki lagst að bryggju?  Var það of stórt eða djúprist eða voru einhver vandræði með strauma?  Þessir dallar eru engin smásmíði og þessi skip koma af og til hingað til Port Angeles og einu sinni í sumar lágu 3 stykki á ytri legunni á sama tíma!  En hér er höfn fyrir risaolíuskip upp í 365 metra löng (1200 fet) og dýpt við kant upp á rétt um 11 metra (35 fet) og það koma hér að bryggju olíuskip sem eru rétt undir tvö hundruð þúsund tonn, svo sem Alaskan Navigator og systurskip sem eru rétt rúm 185 þúsund tonn, svo þeir geta tekið við flestu. 

Það væri gaman ef einhver gæti sagt mér hvaða vandamál komu upp:)  Ég vann við höfnina á Reyðarfirði í mörg ár þegar vantaði fólk í út- og uppskipun og hef haft ólæknandi dellu fyrir flutningaskipum síðan;) 

Kveðja,


mbl.is 70-80 milljóna tap þar sem skipið komst ekki í höfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. september 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband