7.9.2010 | 00:34
Ekki svo gríðarlega umfangsmikil...
Þetta er nú ekki alveg það sama og kemur fram í erlendum fjölmiðlum. Þar kemur fram að rannsóknin beinist eingöngu að íslenskum eldfjöllum til að bæta spár um gerð og dreifingu á öskuskýjum eftir eldgos. Sjá t.d. http://www.bbc.co.uk/news/uk-scotland-edinburgh-east-fife-11200836 Ég giska á að 430 þúsund pund dreifð á 5 ár sé nú ekki nema rétt til að borga fyrir 2-3 vísindamenn í fullu starfi.
"A £430,000 research project into the effects of Icelandic volcanic activity on Scotland is to begin in October.
Dr John Stevenson from the University of Edinburgh will investigate Iceland's volcanoes in an effort to improve forecasts of the type and direction of ash clouds after eruptions."
Þar kemur fram að þessi rannsókn er bundin við áhrif á Skotland og eru því ekki eins "gríðarlega umfangsmikil" og látið er í veðri vaka í greininni á mbl.is.
Kveðja,
![]() |
Rannsaka ösku í háloftunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.9.2010 | 00:23
Kyrrstöðusamningar
Ég er nú ekki mikið fjármálaséní;) en eftir því sem ég les mér til á netinu, þá eru kyrrstöðusamningar (stand still agreements) aðallega notaðir við yfirtöku fyrirtækja, sérstaklega það sem er kallað "Hostile takeover" OG þegar lántakandi getur ekki borgað og þetta kemur í staðin fyrir gjaldþrotameðferð. Sjá t.d. http://www.investopedia.com/terms/s/standstill_agreement.asp, http://financial-dictionary.thefreedictionary.com/Standstill+Agreement, http://www.allbusiness.com/glossaries/standstill-agreement/4947450-1.html og http://en.wikipedia.org/wiki/Standstill_agreement. Mér sýnist því Arion banki vera að gera það sem þeir geta til þess að redda einhverju, en ég get ekki séð hverju það myndi breyta að taka þetta rugl til gjaldþrotameðferðar þar sem þessi félög eru öll gjaldþrota og skiptir þar litlu hvort skuldirnar eru 6 milljarðar, 60 milljarðar eða 600 milljarðar.
Kveðja,
![]() |
Brýtur gegn gjaldþrotalögum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |