Hengdist

Það er ömurlegt að sjá þessa fyrirsögn.  Drengurinn hengdi sig ekki, hann hengdist.  Það er stór munur þar á.  Annað formið gefur til kynna að um viljaverk hafi verið að ræða, hitt að um slys hafi verið að ræða.  Ekki leikur neinn vafi á að um slys var að ræða svo hér ætti að nota "Hengdist næstum í leiktæki" og "Litlu munaði að ungur drengur hengdist í ól á sundpoka..."

Ég skora á mbl.is að breyta þessari fyrirsögn og fréttinni í samræmi við að hér var um slys að ræða:)

Kveðja,


mbl.is Hengdi sig næstum í leiktæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. mars 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband