Hneppa HANN í varðhald

Blaðamanni verður heldur betur fótaskortur á íslenskunni í fyrstu málsgrein.  Sögnin að hneppa einhvern í þessu tilfell tekur með sér þolfall ekki þágufall.  Þetta á að vera "...áður en ákvörðun um að hneppa hann í varðhald var tekin." 

Hin sögnin að hneppa einhverju tekur með sér þágufall og það væri t.d. rétt að segja "maðurinn hneppti jakkanum" ekki "jakkann"  Hinsvegar þegar talað er um að hneppa einhvern í varðhald þá notum við þolfall:)

Kveðja,


mbl.is Skipstjórinn hnepptur í varðhald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. janúar 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband